„Í þessum hópi gæti hver sem er verið með bandið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 14:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið fyrirliði landsliðsins frá því að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari í byrjun árs 2021. Getty/Oliver Hardt Ekki var að heyra á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur að nein togstreita hefði myndast varðandi fyrirliðahlutverkið í íslenska landsliðinu í fótbolta við endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í hópinn. Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira