Portúgölsku undrabræðurnir magnaðir gegn Ómari, Gísla og félögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2022 16:00 Hinn sautján ára Francisco „Kiko“ Costa skoraði samtals átján mörk í einvígi Sporting og Magdeburg. heimasíða sporting Nýjar stórstjörnur virðast vera að fæðast í handboltanum. Þetta eru Costa-bræðurnir ungu frá Portúgal, Martim og Francisco. Þeir sýndu snilli sína í leik gegn Magdeburg í Evrópudeildinni í gær. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg sluppu með skrekkinn gegn Sporting í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fyrri leikurinn í Portúgal endaði með 29-29 jafntefli en Magdeburg vann seinni leikinn með eins marks mun, 36-35. Lukas Mertens skoraði sigurmark þýska liðsins á ögurstundu. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Magdeburg og var markahæstur á vellinum ásamt annarri örvhentri skyttu, Francisco „Kiko“ Costa. Sá er aðeins sautján ára, fæddur 2005. Kiko skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í Magdeburg í gær. Í fyrri leiknum í Lissabon var hann með átta mörk úr tíu skotum. Í einvíginu gegn besta liði Þýskalands var Kiko með samtals átján mörk í 22 skotum. If anyone was in doubt if the hype of the Costa brothers was real, they are now convinced after the two matches of Sporting versus Magdeburg. Both soooo talented. Especially Francisco Kiko Costa. I do not remember having seen such an elegant and versatile 17-yo player before! pic.twitter.com/d4NQX60Svv— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 5, 2022 Eldri bróðir hans, Martim, var litlu síðri. Hann skoraði átta mörk í fyrri leiknum og sjö í þeim síðari. Hann er nítján ára og spilar sem skytta vinstra megin. Kiko skoraði samtals 61 mark í Evrópudeildinni í vetur og Martim fimmtíu. Costa-bræðurnir eru meðal efnilegustu leikmanna Portúgals og styrkja gott portúgalskt landslið enn frekar. Sérstaklega Kiko en hægri skyttustaðan hefur verið sú veikasta hjá portúgalska landsliðinu undanfarin ár. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í leiknum í gær áður en hann fór meiddur af velli. Magdeburg mætir Nantes frá Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram 26. apríl og sá seinni 3. maí. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg sluppu með skrekkinn gegn Sporting í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fyrri leikurinn í Portúgal endaði með 29-29 jafntefli en Magdeburg vann seinni leikinn með eins marks mun, 36-35. Lukas Mertens skoraði sigurmark þýska liðsins á ögurstundu. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Magdeburg og var markahæstur á vellinum ásamt annarri örvhentri skyttu, Francisco „Kiko“ Costa. Sá er aðeins sautján ára, fæddur 2005. Kiko skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í Magdeburg í gær. Í fyrri leiknum í Lissabon var hann með átta mörk úr tíu skotum. Í einvíginu gegn besta liði Þýskalands var Kiko með samtals átján mörk í 22 skotum. If anyone was in doubt if the hype of the Costa brothers was real, they are now convinced after the two matches of Sporting versus Magdeburg. Both soooo talented. Especially Francisco Kiko Costa. I do not remember having seen such an elegant and versatile 17-yo player before! pic.twitter.com/d4NQX60Svv— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 5, 2022 Eldri bróðir hans, Martim, var litlu síðri. Hann skoraði átta mörk í fyrri leiknum og sjö í þeim síðari. Hann er nítján ára og spilar sem skytta vinstra megin. Kiko skoraði samtals 61 mark í Evrópudeildinni í vetur og Martim fimmtíu. Costa-bræðurnir eru meðal efnilegustu leikmanna Portúgals og styrkja gott portúgalskt landslið enn frekar. Sérstaklega Kiko en hægri skyttustaðan hefur verið sú veikasta hjá portúgalska landsliðinu undanfarin ár. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í leiknum í gær áður en hann fór meiddur af velli. Magdeburg mætir Nantes frá Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram 26. apríl og sá seinni 3. maí.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira