Skandall ef Afturelding kemst ekki í úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 14:30 Gunnar Magnússon og strákarnir hans í Aftureldingu þurfa að hafa sig alla við til að halda sæti sínu í úrslitakeppninni. vísir/vilhelm Jóhanni Gunnari Einarssyni þykir leiðinlegt að sjá hvernig komið er fyrir Aftureldingu, hans gamla liði. Theodór Ingi Pálmason segir það skandal ef Mosfellingar komast ekki í úrslitakeppnina. Afturelding steinlá fyrir Val, 18-26, í 20. umferð Olís-deildar karla á föstudaginn. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik gekk ekkert upp hjá Mosfellingum sem skoruðu þá aðeins átta mörk. Afturelding hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu fimm leikjum og Mosfellingar eiga nú á hættu að missa af úrslitakeppninni. Þeir eru bara tveimur stigum á undan Gróttu sem er í 9. sætinu. „Þeir skoruðu 5-6 mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik og þar af voru fjögur úr vítum. Þetta var eitthvað fáránlegt. Þeir eru í 8. sæti. Við spáðum þeim rosalega góðu gengi enda með frábæran mannskap,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni. „Ég gæti talað endalaust því ég ber miklar tilfinningar til Afturelding og þykir mjög vænt um þetta félag. Það var svo mikill uppgangur og mikið í gangi þarna. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað slakað á. Þeir eru alltaf vakandi á leikmannamarkaðnum og fá toppþjálfara.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson var miðpunkturinn í sóknarleik Aftureldingar fyrir áramót, áður en Haukar kölluðu hann til baka úr láni. „Þeir eru ekki með miðjumann. Eftir á var það sniðugt að setja Guðmund Braga í svona stórt hlutverk ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa hann. Þeir eru bara með þrjár skyttur og gegn Val var ekkert í gangi. Þetta var átakanlega lélegt í seinni hálfleik,“ sagði Jóhann Gunnar. Theodór Ingi Pálmason segir að það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Afturelding missir af sæti í úrslitakeppninni. „Það er margt rosalega skrítið í þessu og þetta tímabil vonbrigði. Og ég ætla bara að segja það að ef þeir fara ekki úrslitakeppnina með þennan hóp er það skandall,“ sagði Theodór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Tengdar fréttir „Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Afturelding steinlá fyrir Val, 18-26, í 20. umferð Olís-deildar karla á föstudaginn. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik gekk ekkert upp hjá Mosfellingum sem skoruðu þá aðeins átta mörk. Afturelding hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu fimm leikjum og Mosfellingar eiga nú á hættu að missa af úrslitakeppninni. Þeir eru bara tveimur stigum á undan Gróttu sem er í 9. sætinu. „Þeir skoruðu 5-6 mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik og þar af voru fjögur úr vítum. Þetta var eitthvað fáránlegt. Þeir eru í 8. sæti. Við spáðum þeim rosalega góðu gengi enda með frábæran mannskap,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni. „Ég gæti talað endalaust því ég ber miklar tilfinningar til Afturelding og þykir mjög vænt um þetta félag. Það var svo mikill uppgangur og mikið í gangi þarna. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað slakað á. Þeir eru alltaf vakandi á leikmannamarkaðnum og fá toppþjálfara.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson var miðpunkturinn í sóknarleik Aftureldingar fyrir áramót, áður en Haukar kölluðu hann til baka úr láni. „Þeir eru ekki með miðjumann. Eftir á var það sniðugt að setja Guðmund Braga í svona stórt hlutverk ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa hann. Þeir eru bara með þrjár skyttur og gegn Val var ekkert í gangi. Þetta var átakanlega lélegt í seinni hálfleik,“ sagði Jóhann Gunnar. Theodór Ingi Pálmason segir að það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Afturelding missir af sæti í úrslitakeppninni. „Það er margt rosalega skrítið í þessu og þetta tímabil vonbrigði. Og ég ætla bara að segja það að ef þeir fara ekki úrslitakeppnina með þennan hóp er það skandall,“ sagði Theodór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Tengdar fréttir „Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
„Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04