Stigamet Durant dugði ekki til gegn Hawks Atli Arason skrifar 3. apríl 2022 09:30 Kevin Durant gerði 55 stig er Brooklyn Nets tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt. Al Bello/Getty Images Það voru fimm leikir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant setti nýtt persónulegt stigamet sem var þó ekki nóg þegar Brooklyn Nets tapaði gegn Atlanta Hawks. Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins