Liechtenstein-leikirnir koma Arnari yfir Eyjólf og úr neðsta sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 09:31 Byrjun Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska landsliðið hefur verið erfið og niðurstaðan er aðeins þrír sigrar úr sautján leikjum. Íslenska liðið hefur tvisvar fengið á sig fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Getty/Alex Nicodim Það er óhætt að segja að byrjun Arnars Þór Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafi gengið sögulega illa. Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Sjá meira
Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Sjá meira