Fylltu Hörpu af innfluttum áhorfendum þrjú kvöld í röð Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2022 19:11 Frá tónleikunum í Hörpu Aðsend mynd Hljómsveitin Umphrey‘s McGee fyllti Eldborgarsal í Hörpu af áhorfendum þrjú kvöld í röð um seinustu helgi. Fæstir hér á landi þekkja hljómsveitina en 1.500 Bandaríkjamenn lögðu leið sína til Íslands til að fylgjast með hljómsveitinni. Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins. Harpa Tónlist Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins.
Harpa Tónlist Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira