Pólverjar á leið á HM á kostnað Svía Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 20:48 Robert Lewandowski verður með Pólverjum á HM. Rafal Oleksiewicz/PressFocus/MB Media/Getty Images Pólverjar tryggðu sér sæti á HM í Katar með 2-0 sigri gegn Svíum í úrslitaleik umspils í kvöld. Enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks, en strax á þriðju mínútu síðari hálfleiksins dró til tíðinda. Jesper Karlström braut þá á Grzegorz Krychowiak innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Markamaskínan Robert Lewandowski fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Robin Olsen í sænska markinu. Það var svo Piotr Zielinski sem tryggði liðinu 2-0 sigur með marki á 73. mínútu og farseðillinn á HM þar með í höfn. HM 2022 í Katar Pólland Svíþjóð
Pólverjar tryggðu sér sæti á HM í Katar með 2-0 sigri gegn Svíum í úrslitaleik umspils í kvöld. Enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks, en strax á þriðju mínútu síðari hálfleiksins dró til tíðinda. Jesper Karlström braut þá á Grzegorz Krychowiak innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Markamaskínan Robert Lewandowski fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Robin Olsen í sænska markinu. Það var svo Piotr Zielinski sem tryggði liðinu 2-0 sigur með marki á 73. mínútu og farseðillinn á HM þar með í höfn.
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn