Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 15:31 Íslenska landsliðið virðist til alls líklegt á Evrópumótinu í Englandi í sumar en þar er liðið í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Getty/Omar Vega Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. Leikur Íslands og Belgíu er á meðal fjögurra fyrstu leikjanna á EM sem uppselt varð á í dag þegar opin miðasala hófst en áður höfðu verið seldir miðar í afmörkuð svæði fyrir stuðningsmenn liðanna. Demand has been extremely high for tickets and the following matches have now sold out of available tickets: Match 31 - FinalMatch 10 - England Vs NorwayMatch 17 - England Vs Northern IrelandMatch 8 - Belgium Vs Iceland— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Einnig er uppselt á úrslitaleik mótsins og á tvo leikja enska landsliðsins sem verður á heimavelli. Þar er um að ræða báða leiki enska liðsins á St Mary‘s, heimavelli Southampton, gegn Noregi og Norður-Írlandi. Leikur Íslands og Belgíu fer fram á minnsta leikvangi mótsins, akademíuleikvangi Manchester City, en gagnrýnt hefur verið að spilað skuli á stórmóti á velli sem aðeins rúmar 4.700 áhorfendur. Ísland mætir einnig Ítalíu á sama velli í Manchester, 14. júlí, en síðasti leikur liðsins í D-riðlinum er svo við Frakkland á New York-leikvanginum í Rotherham, 18. júlí. Þegar þetta er skrifað eru enn til miðar á báða þá leiki. Sömuleiðis virðast að svo stöddu enn til miðar á fyrsta leik mótsins sem fram fer á Old Trafford en þá mætast England og Austurríki, 6. júlí. NOW AVAILABLE!Tickets for all #WEURO2022 matches are now on sale Grab your tickets and tell us which game you re attending — Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Áður en að EM kemur er íslenska landsliðið núna á leið í tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM, gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í byrjun næsta mánaðar. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Leikur Íslands og Belgíu er á meðal fjögurra fyrstu leikjanna á EM sem uppselt varð á í dag þegar opin miðasala hófst en áður höfðu verið seldir miðar í afmörkuð svæði fyrir stuðningsmenn liðanna. Demand has been extremely high for tickets and the following matches have now sold out of available tickets: Match 31 - FinalMatch 10 - England Vs NorwayMatch 17 - England Vs Northern IrelandMatch 8 - Belgium Vs Iceland— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Einnig er uppselt á úrslitaleik mótsins og á tvo leikja enska landsliðsins sem verður á heimavelli. Þar er um að ræða báða leiki enska liðsins á St Mary‘s, heimavelli Southampton, gegn Noregi og Norður-Írlandi. Leikur Íslands og Belgíu fer fram á minnsta leikvangi mótsins, akademíuleikvangi Manchester City, en gagnrýnt hefur verið að spilað skuli á stórmóti á velli sem aðeins rúmar 4.700 áhorfendur. Ísland mætir einnig Ítalíu á sama velli í Manchester, 14. júlí, en síðasti leikur liðsins í D-riðlinum er svo við Frakkland á New York-leikvanginum í Rotherham, 18. júlí. Þegar þetta er skrifað eru enn til miðar á báða þá leiki. Sömuleiðis virðast að svo stöddu enn til miðar á fyrsta leik mótsins sem fram fer á Old Trafford en þá mætast England og Austurríki, 6. júlí. NOW AVAILABLE!Tickets for all #WEURO2022 matches are now on sale Grab your tickets and tell us which game you re attending — Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Áður en að EM kemur er íslenska landsliðið núna á leið í tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM, gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í byrjun næsta mánaðar.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01
Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31
Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45
Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43