Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2022 10:30 Davíð að gera góða hluti í Prag. „Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni. Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira