Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2022 10:30 Davíð að gera góða hluti í Prag. „Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni. Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira