„Mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2022 11:31 Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik, er kominn út í pólitíkina. Vísir/vilhelm Sumir segja að Róbert Aron Magnússon sé andlit Hip Hop senunnar á Íslandi. Flestir þekkja hann undir nafninu Robbi Kronik en hann hélt úti útvarpsþættinum Kronik í yfir tuttugu ár. Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira