Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 20:54 Sigga, Beta og Elín unnu Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Stöð 2 Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. Úrslitin voru nokkuð óvænt í gærkvöldi. Að minnsta kosti fyrir þá sem tóku mark á veðbönkum sem höfðu spáð Reykjavíkurdætrum sigri. Og það voru úrslitin einnig fyrir siguratriðið. „Við áttum ekki alveg von á þessu. Þetta var svoldið óvænt,“ segir Sigga. „Við erum ennþá bara í smá sjokki,“ tekur Beta undir. Það sást enda á þeim systrum þegar þær stigu upp á svið í gær eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt. „Við erum búnar að fá svona myndir af okkur þar sem við erum bara alveg hissa í framan,“ segir Elín. Elska Reykjavíkurdætur Eins og nánast hvert einasta ár eru ekki allir Íslendingar sammála um úrslit söngvakeppninnar. Ýmsir netverjar kvörtuðu undan því að ná ekki í gegn um símkerfið í kosningunni og héldu sumir því fram að þar hefði sérstaklega hallað á Reykjavíkurdætur vegna bilunar í kerfinu. Þetta þvertaka forsvarsmenn keppninnar fyrir og segja að sigur Eyþórsdætra hafi verið afgerandi. „Við elskum Reykjavíkurdætur,“ segja systurnar. „Við spáðum þeim sigri líka, héldum með þeim og bara allt. Fannst þær algjörlega geggjaðar. Það var heiður að fá að vera með þeim þarna.“ Ekki mestu Eurovision-aðdáendurnir Þegar þær eru spurðar hvort þær séu miklir aðdáendur keppninnar kemur hik á systurnar. „Sko, já og nei... bæði. Við þekkjum ekki stóru keppnina...“ „Þetta er allt svoldið nýtt fyrir okkur, verum nú bara alveg heiðarlegar þar,“ viðurkennir Elín loks. „En það er svo innilega raunverulegt að þetta er búið að vera skemmtilegasta verkefni sem við höfum tekið að okkur.“ Þær eru spenntar að komast út að keppa í Eurovision fyrir hönd Íslands. „Þetta er bara ótrúlega gaman og skemmtilegt og takk fyrir að treysta okkur.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Úrslitin voru nokkuð óvænt í gærkvöldi. Að minnsta kosti fyrir þá sem tóku mark á veðbönkum sem höfðu spáð Reykjavíkurdætrum sigri. Og það voru úrslitin einnig fyrir siguratriðið. „Við áttum ekki alveg von á þessu. Þetta var svoldið óvænt,“ segir Sigga. „Við erum ennþá bara í smá sjokki,“ tekur Beta undir. Það sást enda á þeim systrum þegar þær stigu upp á svið í gær eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt. „Við erum búnar að fá svona myndir af okkur þar sem við erum bara alveg hissa í framan,“ segir Elín. Elska Reykjavíkurdætur Eins og nánast hvert einasta ár eru ekki allir Íslendingar sammála um úrslit söngvakeppninnar. Ýmsir netverjar kvörtuðu undan því að ná ekki í gegn um símkerfið í kosningunni og héldu sumir því fram að þar hefði sérstaklega hallað á Reykjavíkurdætur vegna bilunar í kerfinu. Þetta þvertaka forsvarsmenn keppninnar fyrir og segja að sigur Eyþórsdætra hafi verið afgerandi. „Við elskum Reykjavíkurdætur,“ segja systurnar. „Við spáðum þeim sigri líka, héldum með þeim og bara allt. Fannst þær algjörlega geggjaðar. Það var heiður að fá að vera með þeim þarna.“ Ekki mestu Eurovision-aðdáendurnir Þegar þær eru spurðar hvort þær séu miklir aðdáendur keppninnar kemur hik á systurnar. „Sko, já og nei... bæði. Við þekkjum ekki stóru keppnina...“ „Þetta er allt svoldið nýtt fyrir okkur, verum nú bara alveg heiðarlegar þar,“ viðurkennir Elín loks. „En það er svo innilega raunverulegt að þetta er búið að vera skemmtilegasta verkefni sem við höfum tekið að okkur.“ Þær eru spenntar að komast út að keppa í Eurovision fyrir hönd Íslands. „Þetta er bara ótrúlega gaman og skemmtilegt og takk fyrir að treysta okkur.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning