Hvurslags Green var þessi karfa? Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2022 07:32 Javonte Green stelur boltanum af Jerami Grant í sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons í nótt. AP/Carlos Osorio Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli. Hið fornfræga lið Chicago hefur átt góðu gengi að fagna í vetur en hafði hins vegar tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Detroit á útivelli í nótt. Chicago vann 114-108 sigur og þar hjálpaði til hálfgerð sirkuskarfa frá Javonte Green í hraðaupphlaupi, en eftir að tveir varnarmenn höfðu náð að slá í boltann fór hann einhvern veginn af fingurgómum Greens ofan í körfuna líkt og hann sogaðist þangað: HOW? pic.twitter.com/EvzJP9XnFh— SportsCenter (@SportsCenter) March 10, 2022 Chicago er þar með með 40 sigra en 26 töp í 4. sæti austurdeildarinnar og heldur áfram baráttu sinni um heimavallarrétt þegar úrslitakeppnin hefst. Phoenix ekki í vandræðum með hitt toppliðið Phoenix Suns varð hins vegar langfyrsta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með 111-90 sigri á Miami Heat, þar sem Devin Booker skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Miami er á toppi austurdeildarinnar en keppnin um deildarmeistaratitilinn þar er mun jafnari en í vestrinu þar sem Phoenix hefur haft yfirburði. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig og tók 12 fráköst í 124-115 sigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks. Meistarar Milwaukee hafa þar með unnið sex leiki í röð og Antetokounmpo skoraði 82 stig á einum sólarhring því hann var með 39 stig í sigri á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt. Giannis has scored 82 points in his last 2 games.Last night: 39 PTS | 7 REB | 7 AST 68% FGMTonight: 43 PTS | 12 REB | 5 AST | 68% FGMM-V-P pic.twitter.com/gIXOu1ko6t— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 10, 2022 Jayson Tatum hélt sömuleiðis uppteknum hætti og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í 115-101 sigri á Charlotte Hornets. Boston hefur þar með unnið fjóra leiki í röð og 15 af síðustu 17 leikjum sínum en liðið er í 5. sæti austurdeildarinnar. Lakers töpuðu í framlengingu Mesta spennan í gær var hins vegar í Texas þar sem Houston Rockets mörðu sigur á Los Angeles Lakers, 139-130, eftir framlengdan leik. Rockets went on a 13-0 run vs. the Lakers in OT pic.twitter.com/dP40cDuq5c— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Houston er á botni vesturdeildarinnar en öll lið virðast geta unnið LeBron James og félaga þessa dagana. Nýliðinn Jalen Green átti sinn besta dag í vetur og skoraði 32 stig, þar af tíu í framlengingunni. James var með þrefalda tvennu og Russell Westbrook skoraði 30 stig en engu að síður fagnaði Houston sínum öðrum sigri í síðustu 15 leikjum. Úrslitin í nótt: Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Hið fornfræga lið Chicago hefur átt góðu gengi að fagna í vetur en hafði hins vegar tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Detroit á útivelli í nótt. Chicago vann 114-108 sigur og þar hjálpaði til hálfgerð sirkuskarfa frá Javonte Green í hraðaupphlaupi, en eftir að tveir varnarmenn höfðu náð að slá í boltann fór hann einhvern veginn af fingurgómum Greens ofan í körfuna líkt og hann sogaðist þangað: HOW? pic.twitter.com/EvzJP9XnFh— SportsCenter (@SportsCenter) March 10, 2022 Chicago er þar með með 40 sigra en 26 töp í 4. sæti austurdeildarinnar og heldur áfram baráttu sinni um heimavallarrétt þegar úrslitakeppnin hefst. Phoenix ekki í vandræðum með hitt toppliðið Phoenix Suns varð hins vegar langfyrsta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með 111-90 sigri á Miami Heat, þar sem Devin Booker skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Miami er á toppi austurdeildarinnar en keppnin um deildarmeistaratitilinn þar er mun jafnari en í vestrinu þar sem Phoenix hefur haft yfirburði. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig og tók 12 fráköst í 124-115 sigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks. Meistarar Milwaukee hafa þar með unnið sex leiki í röð og Antetokounmpo skoraði 82 stig á einum sólarhring því hann var með 39 stig í sigri á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt. Giannis has scored 82 points in his last 2 games.Last night: 39 PTS | 7 REB | 7 AST 68% FGMTonight: 43 PTS | 12 REB | 5 AST | 68% FGMM-V-P pic.twitter.com/gIXOu1ko6t— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 10, 2022 Jayson Tatum hélt sömuleiðis uppteknum hætti og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í 115-101 sigri á Charlotte Hornets. Boston hefur þar með unnið fjóra leiki í röð og 15 af síðustu 17 leikjum sínum en liðið er í 5. sæti austurdeildarinnar. Lakers töpuðu í framlengingu Mesta spennan í gær var hins vegar í Texas þar sem Houston Rockets mörðu sigur á Los Angeles Lakers, 139-130, eftir framlengdan leik. Rockets went on a 13-0 run vs. the Lakers in OT pic.twitter.com/dP40cDuq5c— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Houston er á botni vesturdeildarinnar en öll lið virðast geta unnið LeBron James og félaga þessa dagana. Nýliðinn Jalen Green átti sinn besta dag í vetur og skoraði 32 stig, þar af tíu í framlengingunni. James var með þrefalda tvennu og Russell Westbrook skoraði 30 stig en engu að síður fagnaði Houston sínum öðrum sigri í síðustu 15 leikjum. Úrslitin í nótt: Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira