FRÍS: Heimsóknir á Tröllaskaga og Akranes Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2022 18:31 FRÍS Meta Productions FVA tryggði sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri á Menntaskólanum á Tröllaskaga síðastliðinn fimmtudag, en á meðan keppni stóð var sýnt frá heimsóknum í skólana. Skólarnir hófu leik í Rocket League. FVA hafði mikla yfirburði og vann að lokum öruggan 2-0 sigur í leik sem náði aldrei að verða spennandi. Næst kepptu skólarnir í FIFA og þar voru það liðsmenn Menntaskólans á Tröllaskaga sem höfðu betur í fyrri leiknum 2-1, en FVA vann síðari leikinn 6-3 og samanlagður sigur þeirra var því 7-5. FVA kláraði svo einvígið með 16-4 sigri í CS:GO og varð þar með þriðja og næst seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga Klippa: FRÍS: Heimsókn í FVA Seinasta viðureign átta liða úrslitanna fer svo fram annað kvöld þegar Tækniskólinn og Menntaskólinn á Egilsstöðum berjast um seinasta lausa sætið í undanúrslitum. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá FRÍS á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti
Skólarnir hófu leik í Rocket League. FVA hafði mikla yfirburði og vann að lokum öruggan 2-0 sigur í leik sem náði aldrei að verða spennandi. Næst kepptu skólarnir í FIFA og þar voru það liðsmenn Menntaskólans á Tröllaskaga sem höfðu betur í fyrri leiknum 2-1, en FVA vann síðari leikinn 6-3 og samanlagður sigur þeirra var því 7-5. FVA kláraði svo einvígið með 16-4 sigri í CS:GO og varð þar með þriðja og næst seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga Klippa: FRÍS: Heimsókn í FVA Seinasta viðureign átta liða úrslitanna fer svo fram annað kvöld þegar Tækniskólinn og Menntaskólinn á Egilsstöðum berjast um seinasta lausa sætið í undanúrslitum. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá FRÍS á Stöð 2 eSport og hér á Vísi.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti