Fjórtán ára dóttir Tiger Woods fær heiðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 12:31 Tiger Woods sést hér með móður sinni Kultida Woods og börnum sínum Sam Alexis Woods og Charlie Axel Woods þegar hann var heiðraður í Hvíta húsinu árið 2019. Getty/Chip Somodevilla Sonur Tiger Woods hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu ár eftir að hafa sýnt flott tilþrif þegar hann hefur spilað með föður sínum á PNC Championship undanfarin tvö ár. Nú er hins vegar komið að dóttur hans að fá eitthvað af sviðsljósinu. Sam, fjórtán ára dóttir Tiger Woods og Elin Nordegren, fær nefnilega heiðurinn á að innleiða pabba sinn í heiðurshöll golfsins. Tiger valdi Sam Alexis en hún er tveimur ári eldri en sonurinn Charlie Axel. Tiger Woods' daughter, Sam, to introduce him at the World Golf Hall of Fame ceremony. pic.twitter.com/8tJeo7AUdA— GOLF.com (@GOLF_com) March 8, 2022 Sam fæddist daginn eftir að Tiger varð í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2007. Það verður því falleg stund hjá þeim feðginunum. Sam mun væntanlega halda stutta ræðu og segja eitthvað fallegt um pabba sinn. Tiger Woods verður tekinn inn í heiðurshöllina í kvöld en athöfnin er haldin í tengslum við Players mótið. Tiger er að fara ári of seint inn í heiðurshöllina en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að athöfnin fór ekki fram í fyrra. Tiger Woods has chosen his 14-year-old daughter Sam to introduce him Wednesday night when he and three others are inducted into the World Golf Hall of Fame.https://t.co/0D9E7cReXn— Sportsnet (@Sportsnet) March 8, 2022 Þrír aðrir verða einnig teknir inn í „World Golf Hall of Fame“ en það eru Tim Finchem, Susie Maxwell Berning og Marion Hollins. Tiger Woods hefur ekkert keppt í golfi síðan að hann slasaðist illa á fæti í bílslysi en hann tók þó þátt í mótinu með syni sínum Charlie í desember þar sem þeir náðu öðru sæti. Strákurinn fór þar á kostum. Tiger er 46 ára gamall og hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum þar af Mastersmótið fimm sinnum og PGA-meistaramótið fjórum sinnum. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri risatitla eða átján. Tiger hefur alls unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni og deilir þar metinu með Sam Snead sem vann sín á mót árunum 1936 til 1965. We've announced the speech presenters for the 2022 induction ceremony (airs tomorrow LIVE on @GolfChannel):Susie Maxwell Berning (presented by HOFer @Jrprotalker)Tim Finchem (presented by HOFer @Love3d)Tiger Woods (presented by Sam Woods, daughter)https://t.co/kVqCJMKwQY pic.twitter.com/NmOfv1ek0O— Golf Hall of Fame (@GolfHallofFame) March 8, 2022 Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sam, fjórtán ára dóttir Tiger Woods og Elin Nordegren, fær nefnilega heiðurinn á að innleiða pabba sinn í heiðurshöll golfsins. Tiger valdi Sam Alexis en hún er tveimur ári eldri en sonurinn Charlie Axel. Tiger Woods' daughter, Sam, to introduce him at the World Golf Hall of Fame ceremony. pic.twitter.com/8tJeo7AUdA— GOLF.com (@GOLF_com) March 8, 2022 Sam fæddist daginn eftir að Tiger varð í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2007. Það verður því falleg stund hjá þeim feðginunum. Sam mun væntanlega halda stutta ræðu og segja eitthvað fallegt um pabba sinn. Tiger Woods verður tekinn inn í heiðurshöllina í kvöld en athöfnin er haldin í tengslum við Players mótið. Tiger er að fara ári of seint inn í heiðurshöllina en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að athöfnin fór ekki fram í fyrra. Tiger Woods has chosen his 14-year-old daughter Sam to introduce him Wednesday night when he and three others are inducted into the World Golf Hall of Fame.https://t.co/0D9E7cReXn— Sportsnet (@Sportsnet) March 8, 2022 Þrír aðrir verða einnig teknir inn í „World Golf Hall of Fame“ en það eru Tim Finchem, Susie Maxwell Berning og Marion Hollins. Tiger Woods hefur ekkert keppt í golfi síðan að hann slasaðist illa á fæti í bílslysi en hann tók þó þátt í mótinu með syni sínum Charlie í desember þar sem þeir náðu öðru sæti. Strákurinn fór þar á kostum. Tiger er 46 ára gamall og hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum þar af Mastersmótið fimm sinnum og PGA-meistaramótið fjórum sinnum. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri risatitla eða átján. Tiger hefur alls unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni og deilir þar metinu með Sam Snead sem vann sín á mót árunum 1936 til 1965. We've announced the speech presenters for the 2022 induction ceremony (airs tomorrow LIVE on @GolfChannel):Susie Maxwell Berning (presented by HOFer @Jrprotalker)Tim Finchem (presented by HOFer @Love3d)Tiger Woods (presented by Sam Woods, daughter)https://t.co/kVqCJMKwQY pic.twitter.com/NmOfv1ek0O— Golf Hall of Fame (@GolfHallofFame) March 8, 2022
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira