Má enn ekki spila á heimavelli en skoraði fimmtíu í dýrmætum sigri Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 07:31 Kyrie Irving var magnaður gegn Charlotte Hornets í gær. AP/Chris Carlson „Þetta var meistaralega gert,“ sagði Kevin Durant og byrjaði að klappa þegar hann var spurður út í ævintýralega frammistöðu félaga síns, Kyrie Irving, í bráðnauðsynlegum 132-121 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Irving var sjóðheitur í leiknum og endaði með 50 stig. Hann setti meðal annars niður níu þriggja stiga skot og sá til þess að fjögurra leikja taphrinu Brooklyn lyki. Staðan er enn þannig að vegna Covid-19 reglna í New York má Irving ekki spila heimaleiki, þar sem hann er óbólusettur, en í staðinn nýtir hann tækifærin á útivelli. Hann skoraði úr 15 af 19 skotum sínum í opnum leik, þar af úr 9 af 12 þriggja stiga skotum, og svo úr 11 af 13 vítaskotum. "THIS GAME IS ABOUT BUCKETS!"Kyrie Irving WENT OFF for a season-high 50 PTS on just 19 total attempts, while shooting 9-of-12 from three-point range! #NetsWorld 50 PTS (15-19 FGM) | 6 AST | 9 3PM pic.twitter.com/mDn9fnTk8V— NBA (@NBA) March 9, 2022 „Yngri leikmenn ættu að skoða þennan leik og sjá hvað til þarf til að skora á þessu getustigi,“ sagði Durant. Héldu sér fyrir ofan Charlotte Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem að Irving nær 50 stiga leik og hann er einn af 22 leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem geta státað sig af því. Irving sagði sjálfur að sér hefði liðið eins og að Brooklyn yrði hreinlega að vinna leikinn og það er kannski ekki ofsögum sagt. Með sigrinum er Brooklyn í 8. sæti austurdeildarinnar, einum sigri fyrir ofan Charlotte og því í aðeins betri stöðu varðandi umspilið fyrir úrslitakeppnina sem útlit er fyrir að Brooklyn-stjörnurnar neyðist til að fara í. Úrslitin í nótt: Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Irving var sjóðheitur í leiknum og endaði með 50 stig. Hann setti meðal annars niður níu þriggja stiga skot og sá til þess að fjögurra leikja taphrinu Brooklyn lyki. Staðan er enn þannig að vegna Covid-19 reglna í New York má Irving ekki spila heimaleiki, þar sem hann er óbólusettur, en í staðinn nýtir hann tækifærin á útivelli. Hann skoraði úr 15 af 19 skotum sínum í opnum leik, þar af úr 9 af 12 þriggja stiga skotum, og svo úr 11 af 13 vítaskotum. "THIS GAME IS ABOUT BUCKETS!"Kyrie Irving WENT OFF for a season-high 50 PTS on just 19 total attempts, while shooting 9-of-12 from three-point range! #NetsWorld 50 PTS (15-19 FGM) | 6 AST | 9 3PM pic.twitter.com/mDn9fnTk8V— NBA (@NBA) March 9, 2022 „Yngri leikmenn ættu að skoða þennan leik og sjá hvað til þarf til að skora á þessu getustigi,“ sagði Durant. Héldu sér fyrir ofan Charlotte Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem að Irving nær 50 stiga leik og hann er einn af 22 leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem geta státað sig af því. Irving sagði sjálfur að sér hefði liðið eins og að Brooklyn yrði hreinlega að vinna leikinn og það er kannski ekki ofsögum sagt. Með sigrinum er Brooklyn í 8. sæti austurdeildarinnar, einum sigri fyrir ofan Charlotte og því í aðeins betri stöðu varðandi umspilið fyrir úrslitakeppnina sem útlit er fyrir að Brooklyn-stjörnurnar neyðist til að fara í. Úrslitin í nótt: Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins