Kyrie skýtur á Celtics: „Eins og gömul kærasta sem er enn að bíða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 17:30 Kyrie í leiknum gegn Celtics. Adam Glanzman/Getty Images Það er sjaldnast lognmolla í kringum Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Viðtal hans eftir tap Nets gegn Boston Celtics í gær var áhugavert fyrir margar sakir. Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00