Morant skoraði 52 stig, tróð yfir tröllkarl og fékk risa hrós frá Iverson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 08:31 Samherjar Jas Morant fagna þessum magnaða leikmanni. getty/Justin Ford Ja Morant setti persónulegt met þegar hann skoraði 52 stig í sigri Memphis Grizzlies á San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Hann fékk klapp á bakið frá gamalli NBA-hetju. Morant setti met í sögu Memphis þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Chicago Bulls, 110-116, í fyrrinótt. Metið varð ekki gamalt því Morant sló það sjálfur með því að skora 52 stig í 118-105 sigri á San Antonio í nótt. Tvær körfur voru öðrum eftirminnilegri hjá Morant. Fyrst þegar hann tróð yfir miðherja San Antonio, Jakob Poetl, og svo þegar hann skoraði flautukörfu úr nær ómögulegri stöðu í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Ja Morant's highlights from tonight are straight out of a video-game!He went off for 5 2 points putting on a show for the crowd in Memphis #GrindCity 52 PTS 22-30 FGM 7 REB 4 3PM pic.twitter.com/u0Hw3jdDMS— NBA (@NBA) March 1, 2022 Another look at Ja going created player!He has 37 PTS on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/SXVPPg29Rx— NBA (@NBA) March 1, 2022 Morant fékk hrós úr ýmsum áttum eftir leikinn í nótt, meðal annars frá sjálfum Allen Iverson. Hann birti mynd af MVP-styttunni með treyju Morant og skrifaði við hana: „Fyrr en seinna“. Iverson var valinn besti leikmaður NBA tímabilið 2000-1 og þess verður eflaust ekki langt að bíða að Morant vinni þau líka. Sooner or Later!!! @JaMorant pic.twitter.com/KshIUz01B6— Allen Iverson (@alleniverson) March 1, 2022 Morant hefur átt frábært tímabil með Memphis og átt hvað stærstan þátt í að þetta unga og efnilega lið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í vetur er Morant með 27,1 stig, 5,9 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á Charlotte Hornets, 130-106. Grikkinn skoraði 26 stig og tók sextán fráköst. Þá hitti hann úr öllum fjórtán vítaskotunum sem hann tók í leiknum. Giannis was DOMINANT on both ends for the @Bucks snatching 2 steals and 4 blocks to add to his 26 PTS! #FearTheDeer@Giannis_An34: 26 PTS, 16 REB, 6 AST, 2 STL, 4 BLK pic.twitter.com/uLpAYGlUeu— NBA (@NBA) March 1, 2022 Þá vann Miami Heat góðan sigur á Chicago Bulls, 112-93, í leik toppliðanna í Austurdeildinni. Tyler Herro og Gabe Vincent skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Miami sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Caleb Martin throws down a HUGE dunk!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/BZaVxXgLXO— NBA (@NBA) March 1, 2022 Úrslitin í nótt Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Morant setti met í sögu Memphis þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Chicago Bulls, 110-116, í fyrrinótt. Metið varð ekki gamalt því Morant sló það sjálfur með því að skora 52 stig í 118-105 sigri á San Antonio í nótt. Tvær körfur voru öðrum eftirminnilegri hjá Morant. Fyrst þegar hann tróð yfir miðherja San Antonio, Jakob Poetl, og svo þegar hann skoraði flautukörfu úr nær ómögulegri stöðu í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Ja Morant's highlights from tonight are straight out of a video-game!He went off for 5 2 points putting on a show for the crowd in Memphis #GrindCity 52 PTS 22-30 FGM 7 REB 4 3PM pic.twitter.com/u0Hw3jdDMS— NBA (@NBA) March 1, 2022 Another look at Ja going created player!He has 37 PTS on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/SXVPPg29Rx— NBA (@NBA) March 1, 2022 Morant fékk hrós úr ýmsum áttum eftir leikinn í nótt, meðal annars frá sjálfum Allen Iverson. Hann birti mynd af MVP-styttunni með treyju Morant og skrifaði við hana: „Fyrr en seinna“. Iverson var valinn besti leikmaður NBA tímabilið 2000-1 og þess verður eflaust ekki langt að bíða að Morant vinni þau líka. Sooner or Later!!! @JaMorant pic.twitter.com/KshIUz01B6— Allen Iverson (@alleniverson) March 1, 2022 Morant hefur átt frábært tímabil með Memphis og átt hvað stærstan þátt í að þetta unga og efnilega lið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í vetur er Morant með 27,1 stig, 5,9 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á Charlotte Hornets, 130-106. Grikkinn skoraði 26 stig og tók sextán fráköst. Þá hitti hann úr öllum fjórtán vítaskotunum sem hann tók í leiknum. Giannis was DOMINANT on both ends for the @Bucks snatching 2 steals and 4 blocks to add to his 26 PTS! #FearTheDeer@Giannis_An34: 26 PTS, 16 REB, 6 AST, 2 STL, 4 BLK pic.twitter.com/uLpAYGlUeu— NBA (@NBA) March 1, 2022 Þá vann Miami Heat góðan sigur á Chicago Bulls, 112-93, í leik toppliðanna í Austurdeildinni. Tyler Herro og Gabe Vincent skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Miami sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Caleb Martin throws down a HUGE dunk!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/BZaVxXgLXO— NBA (@NBA) March 1, 2022 Úrslitin í nótt Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento
Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira