„Ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 14:30 Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Frá vinstri: Ingunn Haraldsdóttir, Lára Hafliðadóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Lilja Valþórsdóttir og Ragna Björg Einarsdóttir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Um helgina voru endurvakin Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna með stofnfundi í Iðnó. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1990 með því markmiði að auka jafnrétti kynjanna í íslenskri knattspyrnu en samtökin voru endurvakin með sama markmiði í huga. Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is Besta deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is
Besta deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira