„Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2022 13:01 Arnar Gauti og Berglind eignuðust stúlku árið 2020, þeirra eina barn saman. vísir/vilhelm Arnar Gauti Sverrisson hefur verið tísku og hönnunarbransanum í yfir þrjá áratugi. Hann starfar í dag sem upplifunarhönnuður og heldur úti sjónvarpsþættinum Sir Arnar Gauti á Hringbraut. Arnar er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira