Söngvarinn Mark Lanegan er látinn Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2022 07:27 Mark Lanegan á tónleikum í Lille í Frakklandi árið 2019. Getty Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri. Greint var frá því á Twitter-síðu söngvarans að hann hafi látist á heimili sínu í Killarney á Írlandi. Á ferli sínum starfaði Lanegan með tónlistarmönnum á borð við Kurt Cobain, PJ Harvey, Isobel Campbell og Moby. Lanegan var inniliggjandi á sjúkrahúsi um margra mánaða skeið eftir að hafa fengið Covid-19 og var um tíma haldið sofandi í öndunarvél. Ekki hafa þó verið gefnar upp upplýsingar um hvað hafi dregið Lanegan til dauða. Our beloved friend Mark Lanegan passed away this morning at his home in Killarney, Ireland. A beloved singer, songwriter, author and musician he was 57 and is survived by his wife Shelley. No other information is available at this time. We ask Please respect the family privacy— mark lanegan (@marklanegan) February 22, 2022 Lanegan fæddist í Washington-ríki árið 1964 og gekk til liðs við Screaming Trees á níunda áratugnum. Sveitin gaf út átta breiðskífur áður en hún hætti störfum um aldamótin. Hann gekk svo til liðs við Queens of the Stone Age árið 2000 þar sem hann söng og skrifaði nokkur lög á plötunni Rated R og sömuleiðis plötunni Songs for the Deaf. Árið 2020 gaf hann út æviminningar sínar, Sing Backwards and Weep, þar sem hann fjallaði um ævintýralegt lífslaup sitt og vináttu við menn á borð við Nirvana-söngvarann Kurt Cobain og Alice in Chains-söngvarann Layne Staley. Bandaríkin Andlát Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Greint var frá því á Twitter-síðu söngvarans að hann hafi látist á heimili sínu í Killarney á Írlandi. Á ferli sínum starfaði Lanegan með tónlistarmönnum á borð við Kurt Cobain, PJ Harvey, Isobel Campbell og Moby. Lanegan var inniliggjandi á sjúkrahúsi um margra mánaða skeið eftir að hafa fengið Covid-19 og var um tíma haldið sofandi í öndunarvél. Ekki hafa þó verið gefnar upp upplýsingar um hvað hafi dregið Lanegan til dauða. Our beloved friend Mark Lanegan passed away this morning at his home in Killarney, Ireland. A beloved singer, songwriter, author and musician he was 57 and is survived by his wife Shelley. No other information is available at this time. We ask Please respect the family privacy— mark lanegan (@marklanegan) February 22, 2022 Lanegan fæddist í Washington-ríki árið 1964 og gekk til liðs við Screaming Trees á níunda áratugnum. Sveitin gaf út átta breiðskífur áður en hún hætti störfum um aldamótin. Hann gekk svo til liðs við Queens of the Stone Age árið 2000 þar sem hann söng og skrifaði nokkur lög á plötunni Rated R og sömuleiðis plötunni Songs for the Deaf. Árið 2020 gaf hann út æviminningar sínar, Sing Backwards and Weep, þar sem hann fjallaði um ævintýralegt lífslaup sitt og vináttu við menn á borð við Nirvana-söngvarann Kurt Cobain og Alice in Chains-söngvarann Layne Staley.
Bandaríkin Andlát Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira