Mark Cuban: Doncic óstöðvandi eftir að hafa fengið aðeins að heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 07:31 Luka Doncic hefur verið frábær með Dallas Mavericks síðustu vikur og liðið hefur líka brunað upp töfluna. AP/Matthew Hinton Eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta er að sjálfsögðu ánægður með að vera með Slóvenann frábæra Luka Doncic í sínu liði en segir að það hafi orðið breyting á stjörnu liðsins um mitt tímabil. Doncic kom ekki í nærri því nógu góðu formi inn í tímabilið og fékk talsverða gagnrýni á líkamlegt atgervi sitt framan af vetri. „Ég held gagnrýnin hafi komið honum niður á jörðina. Hann var ekki hrifinn af því að vera gagnrýndur fyrir að vera of þungur og fann í framhaldinu agann sem verður að fylgja með,“ sagði Mark Cuban í þættinum 1310 The Ticket í Dallas. Mark Cuban attributes Luka Doncic's recent surge to All-Star starter snub, comments about weight gainhttps://t.co/AffUcOSvhF— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) February 22, 2022 „Allir íþróttamenn ganga í gegnum það að hlutirnir líta út fyrir að vera aðeins of auðveldir fyrir þá. Þú ert vanur því að vera bestur og átt auðvelt með að tryggja þér hrós. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og þú ætlaðir þá fær það þig til að endurskoða hlutina,“ sagði Cuban. Doncic viðurkennir að hafa slakað aðeins of mikið á eftir Ólympíuleikana með slóvenska landsliðinu og áður en hann mætti í æfingabúðirnar með Dallas. Hann mætti alltof þungur til leiks og það sást. Hann hefur síðan skafið af sér meira en sjö kíló. Það má líka sjá breytinguna á tölum Luka Doncic. Í fyrsta 21 leik tímabilsins þá var Doncic með 25,6 stig, 8,0 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali sem eru alls ekki slæmar tölur en Dallas liðið tapaði með 5,5 stigum að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Mark Cuban s comment that more disciplined Luka Doncic has been humbled is hardly news to Doncic https://t.co/GhS22hyPvm— Brad Townsend (@townbrad) February 22, 2022 Doncic hefur hins vegar skipt um gír síðan. Í síðustu 23 leikjum er hann með 29,3 stig, 10,3 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og Dallas liðið er að vinna með 13 stigum að meðaltali þegar hann er inn á gólfinu. Doncic hækkaði þessar tölur enn frekar eftir að hann fékk ekkert atkvæði í kosningu blaðamanna á leikmönnum í Stjörnuleikinn. Í tíu leikjum síðan þá er hann með 35,4 stig, 10,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Hann veit hvað hann þarf að gera og áttaði sig loksins á því að til að verða bestur, og hann vill verða bestur, þá eru nokkur atriði sem hann þarf að vera með á hreinu. Síðan hann áttaði sig á því þá hefur hann verið óstöðvandi,“ sagði Mark Cuban. NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Doncic kom ekki í nærri því nógu góðu formi inn í tímabilið og fékk talsverða gagnrýni á líkamlegt atgervi sitt framan af vetri. „Ég held gagnrýnin hafi komið honum niður á jörðina. Hann var ekki hrifinn af því að vera gagnrýndur fyrir að vera of þungur og fann í framhaldinu agann sem verður að fylgja með,“ sagði Mark Cuban í þættinum 1310 The Ticket í Dallas. Mark Cuban attributes Luka Doncic's recent surge to All-Star starter snub, comments about weight gainhttps://t.co/AffUcOSvhF— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) February 22, 2022 „Allir íþróttamenn ganga í gegnum það að hlutirnir líta út fyrir að vera aðeins of auðveldir fyrir þá. Þú ert vanur því að vera bestur og átt auðvelt með að tryggja þér hrós. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og þú ætlaðir þá fær það þig til að endurskoða hlutina,“ sagði Cuban. Doncic viðurkennir að hafa slakað aðeins of mikið á eftir Ólympíuleikana með slóvenska landsliðinu og áður en hann mætti í æfingabúðirnar með Dallas. Hann mætti alltof þungur til leiks og það sást. Hann hefur síðan skafið af sér meira en sjö kíló. Það má líka sjá breytinguna á tölum Luka Doncic. Í fyrsta 21 leik tímabilsins þá var Doncic með 25,6 stig, 8,0 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali sem eru alls ekki slæmar tölur en Dallas liðið tapaði með 5,5 stigum að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Mark Cuban s comment that more disciplined Luka Doncic has been humbled is hardly news to Doncic https://t.co/GhS22hyPvm— Brad Townsend (@townbrad) February 22, 2022 Doncic hefur hins vegar skipt um gír síðan. Í síðustu 23 leikjum er hann með 29,3 stig, 10,3 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og Dallas liðið er að vinna með 13 stigum að meðaltali þegar hann er inn á gólfinu. Doncic hækkaði þessar tölur enn frekar eftir að hann fékk ekkert atkvæði í kosningu blaðamanna á leikmönnum í Stjörnuleikinn. Í tíu leikjum síðan þá er hann með 35,4 stig, 10,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Hann veit hvað hann þarf að gera og áttaði sig loksins á því að til að verða bestur, og hann vill verða bestur, þá eru nokkur atriði sem hann þarf að vera með á hreinu. Síðan hann áttaði sig á því þá hefur hann verið óstöðvandi,“ sagði Mark Cuban.
NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira