Finnur Freyr: Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 17. febrúar 2022 20:46 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Valsmenn unnu góðan 83-80 sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld. Finnur Freyr, þjálfari Vals, var mjög ánægður með sigur sinna manna eftir leik. „Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
„Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins