Bjóða börnum að gerast listamenn Elísabet Hanna skrifar 17. febrúar 2022 12:30 Börnin fá að skoða og skapa list. Getty/ PeopleImages Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin. Skemmtilegar smiðjur Um helgina fer fram smiðja þar sem verkin á sýningunni Sviðsett Augnablik eru skoðuð og svo munu börnin glæða svarthvítar ljósmyndir lit. Í mars verða einnig skemmtileg verkefni í tengslum við nýja sýningu þar sem að listaverkin veita innblástur og börnin fá tækifæri til þess að búa til sín eigin listaverk með pastellitum. View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Klúbburinn var stofnaður 2018 Upphaflega var klúbburinn stofnaður haustið 2018 með það markmið að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra utan skólatíma með opinni dagskrá. Krakkaklúbburinn vill veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. „Síðastliðin ár hefur aðsóknin verið virkilega góð og viðburðirnir einstaklega fjölbreyttir; galdrasýning, brúðuleikhús, vatnslitasmiðjur, textílsmiðjur, bókagerð, leirsmiðjur, grafíkverkstæði, ritlistarsmiðjur og teiknismiðjur“ segir Ragnheiður Vignisdóttir sem er verkefnastjóri viðburða og fræðslu. Dagskráin er gefin út hálft ár fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig með góðum fyrirvara og viðburðirnir eru oftast endurteknir tvisvar sinnum í sama mánuði. Mikið fjör í klúbbnum.Aðsend Tengja saman sýningar og dagskrá „Það er svo gaman að tengja viðburðina okkar alltaf við sýningarnar, þá vekjum við um leið áhuga á listaverkunum og til verður svo skemmtilegt samtal því að allir læra eitthvað nýtt og skapa sameiginlegar minningar þegar að safn er heimsótt.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Segir Ragnheiður sem vonar að Krakkaklúbburinn Krummi muni halda áfram starfsemi sinni um ókomna tíð. Hún vonar einnig að Listasafn Íslands verði vænlegur áfangastaður í hugum barna og fjölskyldna, „því að listasafnið og listaverkin eru okkar allra.“ Myndlist Krakkar Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Sjá meira
Skemmtilegar smiðjur Um helgina fer fram smiðja þar sem verkin á sýningunni Sviðsett Augnablik eru skoðuð og svo munu börnin glæða svarthvítar ljósmyndir lit. Í mars verða einnig skemmtileg verkefni í tengslum við nýja sýningu þar sem að listaverkin veita innblástur og börnin fá tækifæri til þess að búa til sín eigin listaverk með pastellitum. View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Klúbburinn var stofnaður 2018 Upphaflega var klúbburinn stofnaður haustið 2018 með það markmið að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra utan skólatíma með opinni dagskrá. Krakkaklúbburinn vill veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. „Síðastliðin ár hefur aðsóknin verið virkilega góð og viðburðirnir einstaklega fjölbreyttir; galdrasýning, brúðuleikhús, vatnslitasmiðjur, textílsmiðjur, bókagerð, leirsmiðjur, grafíkverkstæði, ritlistarsmiðjur og teiknismiðjur“ segir Ragnheiður Vignisdóttir sem er verkefnastjóri viðburða og fræðslu. Dagskráin er gefin út hálft ár fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig með góðum fyrirvara og viðburðirnir eru oftast endurteknir tvisvar sinnum í sama mánuði. Mikið fjör í klúbbnum.Aðsend Tengja saman sýningar og dagskrá „Það er svo gaman að tengja viðburðina okkar alltaf við sýningarnar, þá vekjum við um leið áhuga á listaverkunum og til verður svo skemmtilegt samtal því að allir læra eitthvað nýtt og skapa sameiginlegar minningar þegar að safn er heimsótt.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Segir Ragnheiður sem vonar að Krakkaklúbburinn Krummi muni halda áfram starfsemi sinni um ókomna tíð. Hún vonar einnig að Listasafn Íslands verði vænlegur áfangastaður í hugum barna og fjölskyldna, „því að listasafnið og listaverkin eru okkar allra.“
Myndlist Krakkar Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Sjá meira
Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31
Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01