Doncic fór hamförum og hjó nærri meti Nowitzkis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 08:31 Þegar menn skora 51 stig mega og eiga þeir að brosa. getty/Ron Jenkins Luka Doncic héldu engin bönd þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 112-105, í NBA-deildinni í nótt. Slóveninn skoraði 51 stig, þar af 28 í 1. leikhluta, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Doncic hitti úr sautján af 26 skotum sínum. Hann vantaði aðeins tvö stig til að jafna met Dirks Nowitzki yfir flest stig í leik í deildakeppninni fyrir Dallas. Luka Doncic's 51 points are tied for the second-most points scored by a @dallasmavs player in a regular-season game:Dirk Nowitzki (53 PTS) 12/02/04Dirk Nowitzki (51 PTS) 3/23/06Luka Doncic (51 PTS) 2/10/22 https://t.co/pmJU7HSBIr— NBA.com/Stats (@nbastats) February 11, 2022 Doncic og félagar hafa unnið fjóra leiki í röð og eru í 5. sæti Vesturdeildarinnar. Clippers er í 8. sæti hennar. Phoenix Suns vann Milwaukee Bucks, 131-107, í leik liðanna sem mættust í úrslitum NBA síðasta vor. Þetta var fjórði sigur Phoenix í röð en liðið er á toppi Vesturdeildarinnar. DeAndre Ayton skoraði 27 stig fyrir Phoenix og hitti úr tólf af fjórtán skotum sínum. Mikal Bridges skoraði átján stig, Devin Booker og Chris Paul sautján stig hvor og Paul gaf einnig nítján stoðsendingar. Chris Paul dimed out 19 AST as he powered the @Suns to their 4th straight win in a rematch of of the 2021 NBA Finals! #ValleyProud@CP3: 17 PTS | 7 REB | 19 AST | 2 STL pic.twitter.com/mhUwFnJAaI— NBA (@NBA) February 11, 2022 Khris Middleton og Jrue Holiday skoruðu 21 stig hvor fyrir Milwaukee sem er í 4. sæti Austurdeildarinnar. New York Knicks vann góðan sigur á Golden State Warriors á útivelli, 114-116. Julius Randle skoraði 28 stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Knicks. Evan Fournier skoraði 22 stig. Julius Randle dropped BUCKETS for the @nyknicks to lift them to victory in The Bay! #NewYorkForever@J30_RANDLE: 28 PTS, 16 REB, 7 AST pic.twitter.com/rkQeAMa0qJ— NBA (@NBA) February 11, 2022 Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og gaf tíu stoðsendingar. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Dallas 112-105 LA Clippers Phoenix 131-107 Milwaukee Golden State 114-116 NY Knicks Detroit 107-132 Memphis Washington 113-112 Brooklyn New Orleans 97-112 Miami Houston 120-139 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Slóveninn skoraði 51 stig, þar af 28 í 1. leikhluta, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Doncic hitti úr sautján af 26 skotum sínum. Hann vantaði aðeins tvö stig til að jafna met Dirks Nowitzki yfir flest stig í leik í deildakeppninni fyrir Dallas. Luka Doncic's 51 points are tied for the second-most points scored by a @dallasmavs player in a regular-season game:Dirk Nowitzki (53 PTS) 12/02/04Dirk Nowitzki (51 PTS) 3/23/06Luka Doncic (51 PTS) 2/10/22 https://t.co/pmJU7HSBIr— NBA.com/Stats (@nbastats) February 11, 2022 Doncic og félagar hafa unnið fjóra leiki í röð og eru í 5. sæti Vesturdeildarinnar. Clippers er í 8. sæti hennar. Phoenix Suns vann Milwaukee Bucks, 131-107, í leik liðanna sem mættust í úrslitum NBA síðasta vor. Þetta var fjórði sigur Phoenix í röð en liðið er á toppi Vesturdeildarinnar. DeAndre Ayton skoraði 27 stig fyrir Phoenix og hitti úr tólf af fjórtán skotum sínum. Mikal Bridges skoraði átján stig, Devin Booker og Chris Paul sautján stig hvor og Paul gaf einnig nítján stoðsendingar. Chris Paul dimed out 19 AST as he powered the @Suns to their 4th straight win in a rematch of of the 2021 NBA Finals! #ValleyProud@CP3: 17 PTS | 7 REB | 19 AST | 2 STL pic.twitter.com/mhUwFnJAaI— NBA (@NBA) February 11, 2022 Khris Middleton og Jrue Holiday skoruðu 21 stig hvor fyrir Milwaukee sem er í 4. sæti Austurdeildarinnar. New York Knicks vann góðan sigur á Golden State Warriors á útivelli, 114-116. Julius Randle skoraði 28 stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Knicks. Evan Fournier skoraði 22 stig. Julius Randle dropped BUCKETS for the @nyknicks to lift them to victory in The Bay! #NewYorkForever@J30_RANDLE: 28 PTS, 16 REB, 7 AST pic.twitter.com/rkQeAMa0qJ— NBA (@NBA) February 11, 2022 Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og gaf tíu stoðsendingar. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Dallas 112-105 LA Clippers Phoenix 131-107 Milwaukee Golden State 114-116 NY Knicks Detroit 107-132 Memphis Washington 113-112 Brooklyn New Orleans 97-112 Miami Houston 120-139 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dallas 112-105 LA Clippers Phoenix 131-107 Milwaukee Golden State 114-116 NY Knicks Detroit 107-132 Memphis Washington 113-112 Brooklyn New Orleans 97-112 Miami Houston 120-139 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins