Körfuboltakvöld um innkomu Friðriks í Breiðholtið: „Er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 10:31 Friðrik Ingi Rúnarsson hefur gert góða hluti síðan hann tók við ÍR. Vísir/Bára Dröfn Þó ÍR hafi tapað naumlega gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta þá fékk þjálfari liðsins – sem og leikmenn hans – mikið hrós í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „ÍR-ingar fengu þrjá leikmenn þegar Friðrik Ingi (Rúnarsson, þjálfari liðsins) kom. Tristan Simpson, Igor Maric og Jordan Semple sem var mjög góður í þessum leik. Hann er skemmtileg týpa,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi um eina af nýjustu viðbótum Subway-deildarinnar. Semple skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í naumu tapi ÍR gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar. „Þetta er ótrúlega vel gert hjá Frikka. Það sem hann gerði var í rauninni það sem við nefndum þegar hann var ráðinn. Við töluðum um að hann myndi ekki bjarga neinu ef hann myndi ekki taka til í leikmannahópnum og hann gerði nákvæmlega það. Það vita það allir sem fylgjast með körfubolta að þeir reyndu við þrjá til fjóra þjálfara áður en þeir fóru til Frikka en ég held að þeir þakki guði fyrir það að þessir þjálfarar hafi ekki tekið slaginn því Frikki er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið,“ sagði Sævar Sævarsson um innkomu reynsluboltans Friðriks Inga í Breiðholtið. „Þetta eru svona gaurar sem eru tilbúnir að spila liðsbolta. Ég veit að Frikki er mikill þjálfari liðsbolta, hann kann þá íþrótt mjög vel. Ég held að þetta hafi verið ofboðslega vel valið hjá honum, þessir þrír leikmenn,“ bætti Hermann Hauksson við. Umræðuna um ÍR má sjá í spilaranum hér að neðan en þar er einni farið yfir hlutverk Sigvalda Eggertssonar og frammistöðu hans að undanförnu. Klippa: Körfuboltakvöld: ÍR-ingar að vakna til lífsins Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld ÍR Subway-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„ÍR-ingar fengu þrjá leikmenn þegar Friðrik Ingi (Rúnarsson, þjálfari liðsins) kom. Tristan Simpson, Igor Maric og Jordan Semple sem var mjög góður í þessum leik. Hann er skemmtileg týpa,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi um eina af nýjustu viðbótum Subway-deildarinnar. Semple skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í naumu tapi ÍR gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar. „Þetta er ótrúlega vel gert hjá Frikka. Það sem hann gerði var í rauninni það sem við nefndum þegar hann var ráðinn. Við töluðum um að hann myndi ekki bjarga neinu ef hann myndi ekki taka til í leikmannahópnum og hann gerði nákvæmlega það. Það vita það allir sem fylgjast með körfubolta að þeir reyndu við þrjá til fjóra þjálfara áður en þeir fóru til Frikka en ég held að þeir þakki guði fyrir það að þessir þjálfarar hafi ekki tekið slaginn því Frikki er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið,“ sagði Sævar Sævarsson um innkomu reynsluboltans Friðriks Inga í Breiðholtið. „Þetta eru svona gaurar sem eru tilbúnir að spila liðsbolta. Ég veit að Frikki er mikill þjálfari liðsbolta, hann kann þá íþrótt mjög vel. Ég held að þetta hafi verið ofboðslega vel valið hjá honum, þessir þrír leikmenn,“ bætti Hermann Hauksson við. Umræðuna um ÍR má sjá í spilaranum hér að neðan en þar er einni farið yfir hlutverk Sigvalda Eggertssonar og frammistöðu hans að undanförnu. Klippa: Körfuboltakvöld: ÍR-ingar að vakna til lífsins Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld ÍR Subway-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira