Gísli Þorgeir: Sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2022 21:36 Gísli Þorgeir Kristjánsson í fanginu á hollenskum varnarmönnum. epa/Tamas Kovacs Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn á Hollandi, 29-28, í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. Ísland var komið í góða stöðu, fimm mörkum yfir, en hikstaði verulega þegar Holland fór að spila 5-1 vörn. Íslensku strákarnir náðu þó að landa sigri og eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína á EM. Gísli mætti með skurð á enni í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn í kvöld. „Ég var bara laminn í fyrri hálfleik. Ég fattaði ekki að það væri komið blóð fyrr en það var sagt við mig á bekknum. En þetta fylgir þessu,“ sagði Gísli sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Hafnfirðingurinn segir sigurinn til marks um framfarirnar sem hafa orðið á íslenska liðinu. „Tilfinningin eftir þennan leik er svolítið skrítin. Auðvitað er maður ótrúlega glaður. Þetta er sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum. Þetta er jákvætt skref. Þetta var helvítis rússíbani þessi leikur en við lönduðum þessu og mér finnst það stór plús,“ sagði Gísli. „Við hikstuðum alveg svakalega þegar þeir fóru í 5-1 vörn og komumst aldrei í þennan takt. Við gerðum okkur of erfitt fyrir og þeir stoppuðu okkur of mikið. Boltinn flaut ekki nógu vel. En Janus kom með frábæra innkomu af bekknum. Það er sama hver, allir skiluðu sína. Ég hefði viljað loka þessum leik fyrr, við vorum komnir fimm mörkum yfir en það vantaði kannski smá drápseðli.“ Íslendingarnir í höllinni í Búdapest létu vel í sér heyra og Gísli var afar ánægður með stuðninginn. „Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir. Það er hrikalega gaman að spila í svona höll. Maður verður líka að njóta. Það er klisja en það er svoleiðis,“ sagði Gísli að lokum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Ísland var komið í góða stöðu, fimm mörkum yfir, en hikstaði verulega þegar Holland fór að spila 5-1 vörn. Íslensku strákarnir náðu þó að landa sigri og eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína á EM. Gísli mætti með skurð á enni í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn í kvöld. „Ég var bara laminn í fyrri hálfleik. Ég fattaði ekki að það væri komið blóð fyrr en það var sagt við mig á bekknum. En þetta fylgir þessu,“ sagði Gísli sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Hafnfirðingurinn segir sigurinn til marks um framfarirnar sem hafa orðið á íslenska liðinu. „Tilfinningin eftir þennan leik er svolítið skrítin. Auðvitað er maður ótrúlega glaður. Þetta er sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum. Þetta er jákvætt skref. Þetta var helvítis rússíbani þessi leikur en við lönduðum þessu og mér finnst það stór plús,“ sagði Gísli. „Við hikstuðum alveg svakalega þegar þeir fóru í 5-1 vörn og komumst aldrei í þennan takt. Við gerðum okkur of erfitt fyrir og þeir stoppuðu okkur of mikið. Boltinn flaut ekki nógu vel. En Janus kom með frábæra innkomu af bekknum. Það er sama hver, allir skiluðu sína. Ég hefði viljað loka þessum leik fyrr, við vorum komnir fimm mörkum yfir en það vantaði kannski smá drápseðli.“ Íslendingarnir í höllinni í Búdapest létu vel í sér heyra og Gísli var afar ánægður með stuðninginn. „Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir. Það er hrikalega gaman að spila í svona höll. Maður verður líka að njóta. Það er klisja en það er svoleiðis,“ sagði Gísli að lokum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
„Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29
Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita