Létu drauminn rætast og opnuðu sviðslistaskóla Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2022 09:00 Þau Auður Finnbogadóttir, Auður Bergdís Snorradóttir og Guðjón Ragnarsson eru stofnendur Dýnamík Sviðslistaskóla. Vísir/Adelina Vinirnir Auður Finnbogadóttir, Auður Bergdís Snorradóttir og Guðjón Ragnarsson höfðu lengi átt þann draum að opna leiklistarskóla. Þau voru öll kennarar við söng- og leiklistarskólann Sönglist, en þegar sá skóli hætti starfsemi á síðasta ári ákváðu þau að láta drauminn verða að veruleika og stofnuðu sviðslistaskólann Dýnamík. „Þegar Sönglist hætti þá voru rosalega margir krakkar sem vissu ekki hvert þeir ættu að fara og margir að hafa samband og spyrja hvað væri þá næst. Þannig við ákváðum bara að kýla á það að stofna sviðslistaskóla og það er bara strax fullt af hæfileikaríku fólki búið að sækja um,“ segir Auður Finnboga. Í skólanum er fjölbreytt námsframboð. Boðið er upp á námskeið í leiklist, kvikmyndaleik og söngleikjasöng, ásamt sérstöku áheyrnarprufu- og monologue námskeiði. „Fyrst og fremst er þetta skóli fyrir ungt fólk sem vill hafa gaman og efla sjálfstraustið sitt. Leiklist er rosalega mikil sjálfsskoðun og það verður rosa mikið sjálfstraust til í gegnum leiklistina, að fá að gera mistök og læra af þeim og mega vera asnalegur og mega vera fyndinn og mega vera alvarlegur og fá bara svigrúm til að vera,“ segir Guðjón. Til að byrja með verður boðið upp á nám fyrir börn frá 7 ára aldri, en elsti hópurinn er fyrir 16 ára og eldri. Draumurinn er þó að geta boðið upp á nám fyrir ennþá breiðari hóp í framtíðinni. Leiklistin fyrsta ástin Auður, Guðjón og Auður Bergdís munu sjá um kennslu við skólann ásamt söngkonunni Rebekku Sif Stefánsdóttur. Saman búa þau yfir viðamikilli reynslu á sviði hinna ýmsu listgreina. „Leiklist er í rauninni fyrsta ástin mín þegar kemur að listum. Ég lærði leiklist úti í Los Angeles og var í Kvikmyndaskólanum hér á Íslandi og er búinn að vera vinna við kvikmyndagerð síðan árið 2005. Þannig ég er búinn að vera rosalega lengi á setti og þekki kvikmyndaangann ansi vel,“ segir Guðjón sem hefur gert myndir á borð við Eðli og Hækkun Ránna. Auður Finnboga er einnig menntuð í leiklist frá Los Angeles og útskrifaðist hún með heiðursverðlaun sem besta leikkona. Þessa dagana fer hún með hlutverk í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. „Svo er ég búin að vera skrifa handrit og setja upp og leikstýra leikritum fyrir ungmenni sem mér finnst ótrúlega gaman og hlakka til að gera meira af,“ segir Auður Finnboga. Þá er Auður Bergdís, þriðji stofnandi skólans menntuð leikkona frá Royal Acadamy of Dramatic Arts í London, ásamt því að hafa stundað nám í Listdansskóla Íslands. Síðasta áratug hefur hún unnið sem leikkona, dansari, danshöfundur og leikstjóri, en þessa dagana er hún að aðstoðarleikstýra Ávaxtakörfunni. Brúin að bransanum Skólinn verður í samstarfi við Doorway Casting sem sér um leikaraval fyrir kvikmyndir. Samstarfið felur það í sér að Doorway Casting mun leita í hóp nemenda skólans fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og önnur verkefni á þeirra snærum. „Þetta samstarf getur opnað rosalega marga möguleika. Þegar ungt fólk vill stíga sín fyrstu skref í kvikmyndum eða þáttum, þá veit það oft ekki hvar það á að byrja. Geta þau bara mætt inn á umboðsskrifstofu og bara fengið vinnu? Það er erfitt. Þannig við erum svona brúin þarna á milli,“ segir Guðjón. „Þetta er klárlega eitthvað sem ég hefði viljað þegar ég var yngri, að einhver hefði opnað þessar dyr og geta þannig fengið að vera með í þeim verkefnum sem eru í gangi að hverju sinni. Við viljum ekki bara gefa ungmennum það tækifæri að koma og læra hjá okkur, heldur viljum við senda þau út í heiminn og leyfa þeim að gera meira,“ bætir Auður við. Leiklistarnám getur þó einnig verið gagnlegt fyrir þau börn og ungmenni sem stefna ekki endilega á að starfa sem leikarar í framtíðinni. „Það er hollt fyrir alla að fá að skapa og fá að leika sér. Markhópurinn okkar í rauninni bara allir sem vilja hafa gaman og efla sjálfstraustið sitt.“ Fyrsta önn Dýnamík Sviðslistaskóla hefst þann 24. janúar næstkomandi. Umsóknarfrestur er út mánudaginn og hægt er að sækja um nám á heimasíðu skólans. Menning Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Þegar Sönglist hætti þá voru rosalega margir krakkar sem vissu ekki hvert þeir ættu að fara og margir að hafa samband og spyrja hvað væri þá næst. Þannig við ákváðum bara að kýla á það að stofna sviðslistaskóla og það er bara strax fullt af hæfileikaríku fólki búið að sækja um,“ segir Auður Finnboga. Í skólanum er fjölbreytt námsframboð. Boðið er upp á námskeið í leiklist, kvikmyndaleik og söngleikjasöng, ásamt sérstöku áheyrnarprufu- og monologue námskeiði. „Fyrst og fremst er þetta skóli fyrir ungt fólk sem vill hafa gaman og efla sjálfstraustið sitt. Leiklist er rosalega mikil sjálfsskoðun og það verður rosa mikið sjálfstraust til í gegnum leiklistina, að fá að gera mistök og læra af þeim og mega vera asnalegur og mega vera fyndinn og mega vera alvarlegur og fá bara svigrúm til að vera,“ segir Guðjón. Til að byrja með verður boðið upp á nám fyrir börn frá 7 ára aldri, en elsti hópurinn er fyrir 16 ára og eldri. Draumurinn er þó að geta boðið upp á nám fyrir ennþá breiðari hóp í framtíðinni. Leiklistin fyrsta ástin Auður, Guðjón og Auður Bergdís munu sjá um kennslu við skólann ásamt söngkonunni Rebekku Sif Stefánsdóttur. Saman búa þau yfir viðamikilli reynslu á sviði hinna ýmsu listgreina. „Leiklist er í rauninni fyrsta ástin mín þegar kemur að listum. Ég lærði leiklist úti í Los Angeles og var í Kvikmyndaskólanum hér á Íslandi og er búinn að vera vinna við kvikmyndagerð síðan árið 2005. Þannig ég er búinn að vera rosalega lengi á setti og þekki kvikmyndaangann ansi vel,“ segir Guðjón sem hefur gert myndir á borð við Eðli og Hækkun Ránna. Auður Finnboga er einnig menntuð í leiklist frá Los Angeles og útskrifaðist hún með heiðursverðlaun sem besta leikkona. Þessa dagana fer hún með hlutverk í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. „Svo er ég búin að vera skrifa handrit og setja upp og leikstýra leikritum fyrir ungmenni sem mér finnst ótrúlega gaman og hlakka til að gera meira af,“ segir Auður Finnboga. Þá er Auður Bergdís, þriðji stofnandi skólans menntuð leikkona frá Royal Acadamy of Dramatic Arts í London, ásamt því að hafa stundað nám í Listdansskóla Íslands. Síðasta áratug hefur hún unnið sem leikkona, dansari, danshöfundur og leikstjóri, en þessa dagana er hún að aðstoðarleikstýra Ávaxtakörfunni. Brúin að bransanum Skólinn verður í samstarfi við Doorway Casting sem sér um leikaraval fyrir kvikmyndir. Samstarfið felur það í sér að Doorway Casting mun leita í hóp nemenda skólans fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og önnur verkefni á þeirra snærum. „Þetta samstarf getur opnað rosalega marga möguleika. Þegar ungt fólk vill stíga sín fyrstu skref í kvikmyndum eða þáttum, þá veit það oft ekki hvar það á að byrja. Geta þau bara mætt inn á umboðsskrifstofu og bara fengið vinnu? Það er erfitt. Þannig við erum svona brúin þarna á milli,“ segir Guðjón. „Þetta er klárlega eitthvað sem ég hefði viljað þegar ég var yngri, að einhver hefði opnað þessar dyr og geta þannig fengið að vera með í þeim verkefnum sem eru í gangi að hverju sinni. Við viljum ekki bara gefa ungmennum það tækifæri að koma og læra hjá okkur, heldur viljum við senda þau út í heiminn og leyfa þeim að gera meira,“ bætir Auður við. Leiklistarnám getur þó einnig verið gagnlegt fyrir þau börn og ungmenni sem stefna ekki endilega á að starfa sem leikarar í framtíðinni. „Það er hollt fyrir alla að fá að skapa og fá að leika sér. Markhópurinn okkar í rauninni bara allir sem vilja hafa gaman og efla sjálfstraustið sitt.“ Fyrsta önn Dýnamík Sviðslistaskóla hefst þann 24. janúar næstkomandi. Umsóknarfrestur er út mánudaginn og hægt er að sækja um nám á heimasíðu skólans.
Menning Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira