Er á Íslandi en má ekki fara heim til að hjálpa konunni með börnin þeirra fjögur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 08:00 Björgvin Páll Gústavsson með syni sínum eftir sigur í bikarúrslitaleiknum í haust. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er að undirbúa sig fyrir sitt fimmtánda stórmót með íslenska landsliðinu en vegna kórónuveirunnar er undirbúningurinn afar sérstakur þetta árið. Hingað til hefur Björgvin Páll getað verið heima hjá sér á meðan íslenska liðið er að æfa hér á landi en það er ekki þannig núna. Íslenska liðið hefur verið æfingar hér á landi frá 3. janúar eða í eina viku en Björgvin Páll þurfti að kveðja konuna og börnin þeirra fjögur þegar lokaundirbúningurinn hófst. Íslenski hópurinn fór nefnilega inn í sóttvarnarkúlu og gistir á hóteli fram að brottförinni á Evrópumótið á Ungverjalandi á morgun. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll ræddi þessa fjarveru sína frá heimilinu í viðtali við Ríkisútvarpið en það er ekki langt síðan að hann og eiginkonan Karen Einarsdóttir eignuðust sitt fjórða barn saman. Björgvin og Karen eiga fjögur börn á skóla- og leikskólaaldri og hann sagðist í viðtalinu hafa meiri áhyggjur af því að kórónuveiran berist inn á heimili þeirra en inn í íslenska landsliðshópinn. Emma dóttir þeirra verður níu ára á árinu og tvíburarnir Emilía og Einar urðu fjögurra ára í nóvember. Yngsta barnið er Eva sem hélt upp á eins árs afmæli sitt í lok síðasta árs. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) „Konan mín er bara á sínu EM, smá challenge með fjögur börn. Ég hef meiri áhyggjur af Covid-málum þar af því að ég er mjög fjögur börn á leikskóla- og skólaaldri. Það er mikið af smitum á þeim bæjum,“ sagði Björgvin Páll í viðtalinu. „Ég bíð bara eftir þeim fréttum að þetta sé komið inn á heimilið en „so far, so good“ en ég bara óska henni góðs gengis í því og hún mér hér. Þetta eru okkar tvær baráttur sem við þurfum að herja á sitthvorum staðnum,“ sagði Björgvin en það má hlusta á allt viðtalið með því að smella hér. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Hingað til hefur Björgvin Páll getað verið heima hjá sér á meðan íslenska liðið er að æfa hér á landi en það er ekki þannig núna. Íslenska liðið hefur verið æfingar hér á landi frá 3. janúar eða í eina viku en Björgvin Páll þurfti að kveðja konuna og börnin þeirra fjögur þegar lokaundirbúningurinn hófst. Íslenski hópurinn fór nefnilega inn í sóttvarnarkúlu og gistir á hóteli fram að brottförinni á Evrópumótið á Ungverjalandi á morgun. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll ræddi þessa fjarveru sína frá heimilinu í viðtali við Ríkisútvarpið en það er ekki langt síðan að hann og eiginkonan Karen Einarsdóttir eignuðust sitt fjórða barn saman. Björgvin og Karen eiga fjögur börn á skóla- og leikskólaaldri og hann sagðist í viðtalinu hafa meiri áhyggjur af því að kórónuveiran berist inn á heimili þeirra en inn í íslenska landsliðshópinn. Emma dóttir þeirra verður níu ára á árinu og tvíburarnir Emilía og Einar urðu fjögurra ára í nóvember. Yngsta barnið er Eva sem hélt upp á eins árs afmæli sitt í lok síðasta árs. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) „Konan mín er bara á sínu EM, smá challenge með fjögur börn. Ég hef meiri áhyggjur af Covid-málum þar af því að ég er mjög fjögur börn á leikskóla- og skólaaldri. Það er mikið af smitum á þeim bæjum,“ sagði Björgvin Páll í viðtalinu. „Ég bíð bara eftir þeim fréttum að þetta sé komið inn á heimilið en „so far, so good“ en ég bara óska henni góðs gengis í því og hún mér hér. Þetta eru okkar tvær baráttur sem við þurfum að herja á sitthvorum staðnum,“ sagði Björgvin en það má hlusta á allt viðtalið með því að smella hér.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira