Ótrúleg flautukarfa í sigri Knicks Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 07:31 RJ Barrett kominn í loftið og í þann mund að fara að skora sigurkörfu New York Knicks í gærkvöld. AP/Adam Hunger RJ Barrett var í litlu jafnvægi, undir mikilli pressu, þegar honum tókst að skora magnaða sigurkörfu New York Knicks gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt. Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins