Álfheiður Pírati fær loks að heita Pírati Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 15:22 Álfheiður veltir því nú upp hvort það fari henni betur að vera Álfheiður P. Eymarsdóttir eða P. Álfheiður Eymarsdóttir. Aðsend Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, fær loks að taka upp nafnið Pírati eftir áralanga baráttu við mannanafnanefnd. Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar. Mannanöfn Píratar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar.
Mannanöfn Píratar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira