Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2021 10:00 Guðmundur Guðmundsson einbeittur á hliðarlínunni á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. Ísland tapaði engum leik þar með meira en tveggja marka mun, en endaði í 20. sæti. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. Guðmundur tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann tæki með sér til Búdapest í janúar þar sem Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal. Í byrjun þessa árs endaði Ísland, sem meðal annars var án Arons Pálmarssonar, í 20. sæti á HM í Egyptalandi. Einu sigrar Íslands komu gegn Alsír og Marokkó en liðið tapaði gegn Portúgal, Sviss, Frakklandi og Noregi. Allir fjórir leikirnir töpuðust með tveggja marka mun. Á HM í Egyptalandi skaut Guðmundur meðal annars föstum skotum á sérfræðinga RÚV og sagði vel geta verið að óöryggi í sóknarleik liðsins væri vegna þess að búið væri að byggja upp óraunhæfar væntingar til liðsins: „Menn eru alltaf að setja þetta lið í eitthvað bílstjórasæti. Þetta er einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út, sérstaklega í umfjöllun hjá þessum stóru sérfræðingum til dæmis á RÚV,“ sagði Guðmundur þá meðal annars, og fannst „niðrandi“ að talað væri um að hann og íslenska liðið hefðu verið ráðalausir í 20-18 tapinu gegn Sviss. Guðjón Guðmundsson spurði Guðmund út í gagnrýnina á hann og liðið, eftir að Guðmundur kynnti EM-hóp sinn í gær, og hvort gagnrýnin hefði verið óvægin: „Já, mér fannst það á köflum. Ég ver mitt lið og mína leikmenn, og mér fannst svolítið ómaklega að þeim vegið. Sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið í þessu ferli – að byggja upp þetta lið. Það er efnilegt og allt það, og ég hef verið svolítið að vernda þá því ég veit hvað er í gangi. Hvert við erum að fara. Við stefnum hátt. Auðvitað kemur að því að við þurfum að stökkva út í þessa djúpu laug en við erum bara markvisst að vinna með það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur um gagnrýnina og vegferð íslenska liðsins Var ánægður með margt í þróun liðsins Eins og fyrr segir endaði Ísland í 20. sæti á HM, en rétt fyrir mótið hafði Ísland unnið góðan sigur á Portúgal í undankeppni EM. „Við áttum frábæran leik á móti Portúgal sem við unnum hér heima, en rétt töpuðum fyrir þeim úti. Sætið var ekki gott á HM en ég var engu að síður ánægður með margt í þróun liðsins. Það má ekki gleyma því að við vorum með fjóra lykilmenn meidda. Aron Pálmarsson var ekki með, ekki Haukur, og Janus Daði og Alexander Petersson duttu út. Engu að síður sá ég framfarir hjá liðinu,“ sagði Guðmundur í gær. „Verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því“ „Framfarirnar voru þannig að við vorum í mjög jöfnum leik á móti Frökkum, sem nú eru Ólympíumeistarar, og vorum 22-20 yfir þegar tólf mínútur voru eftir, og áttum möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Það segir mér hver getan getur verið hjá okkur. Við áttum líka mjög jafnan leik gegn Norðmönnum sem við höfum ekki átt séns í undanfarin ár. Ég hef horft í þetta, frekar en að velta mér upp úr því í nákvæmlega hvaða sæti við urðum. Ég er að velta fyrir mér hvernig við séum að þróast sem lið,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Við þurfum hins vegar að bæta okkur á nokkrum sviðum, sóknarlega á köflum. Við þurfum líka að ná góðum stöðugleika í vörnina en hún var mjög góð megnið af síðasta móti. Við gerum okkur grein fyrir því að ég tók við þessu 2018 og hef markvisst byggt upp eiginlega nýtt lið. Farið í gegnum kynslóðaskipti. Við þær aðstæður þarf ég, og allir, að sýna liðinu ákveðinn skilning og hafa þolinmæði gagnvart því ferli sem er í gangi. Það er verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því.“ EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Guðmundur tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann tæki með sér til Búdapest í janúar þar sem Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal. Í byrjun þessa árs endaði Ísland, sem meðal annars var án Arons Pálmarssonar, í 20. sæti á HM í Egyptalandi. Einu sigrar Íslands komu gegn Alsír og Marokkó en liðið tapaði gegn Portúgal, Sviss, Frakklandi og Noregi. Allir fjórir leikirnir töpuðust með tveggja marka mun. Á HM í Egyptalandi skaut Guðmundur meðal annars föstum skotum á sérfræðinga RÚV og sagði vel geta verið að óöryggi í sóknarleik liðsins væri vegna þess að búið væri að byggja upp óraunhæfar væntingar til liðsins: „Menn eru alltaf að setja þetta lið í eitthvað bílstjórasæti. Þetta er einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út, sérstaklega í umfjöllun hjá þessum stóru sérfræðingum til dæmis á RÚV,“ sagði Guðmundur þá meðal annars, og fannst „niðrandi“ að talað væri um að hann og íslenska liðið hefðu verið ráðalausir í 20-18 tapinu gegn Sviss. Guðjón Guðmundsson spurði Guðmund út í gagnrýnina á hann og liðið, eftir að Guðmundur kynnti EM-hóp sinn í gær, og hvort gagnrýnin hefði verið óvægin: „Já, mér fannst það á köflum. Ég ver mitt lið og mína leikmenn, og mér fannst svolítið ómaklega að þeim vegið. Sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið í þessu ferli – að byggja upp þetta lið. Það er efnilegt og allt það, og ég hef verið svolítið að vernda þá því ég veit hvað er í gangi. Hvert við erum að fara. Við stefnum hátt. Auðvitað kemur að því að við þurfum að stökkva út í þessa djúpu laug en við erum bara markvisst að vinna með það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur um gagnrýnina og vegferð íslenska liðsins Var ánægður með margt í þróun liðsins Eins og fyrr segir endaði Ísland í 20. sæti á HM, en rétt fyrir mótið hafði Ísland unnið góðan sigur á Portúgal í undankeppni EM. „Við áttum frábæran leik á móti Portúgal sem við unnum hér heima, en rétt töpuðum fyrir þeim úti. Sætið var ekki gott á HM en ég var engu að síður ánægður með margt í þróun liðsins. Það má ekki gleyma því að við vorum með fjóra lykilmenn meidda. Aron Pálmarsson var ekki með, ekki Haukur, og Janus Daði og Alexander Petersson duttu út. Engu að síður sá ég framfarir hjá liðinu,“ sagði Guðmundur í gær. „Verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því“ „Framfarirnar voru þannig að við vorum í mjög jöfnum leik á móti Frökkum, sem nú eru Ólympíumeistarar, og vorum 22-20 yfir þegar tólf mínútur voru eftir, og áttum möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Það segir mér hver getan getur verið hjá okkur. Við áttum líka mjög jafnan leik gegn Norðmönnum sem við höfum ekki átt séns í undanfarin ár. Ég hef horft í þetta, frekar en að velta mér upp úr því í nákvæmlega hvaða sæti við urðum. Ég er að velta fyrir mér hvernig við séum að þróast sem lið,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Við þurfum hins vegar að bæta okkur á nokkrum sviðum, sóknarlega á köflum. Við þurfum líka að ná góðum stöðugleika í vörnina en hún var mjög góð megnið af síðasta móti. Við gerum okkur grein fyrir því að ég tók við þessu 2018 og hef markvisst byggt upp eiginlega nýtt lið. Farið í gegnum kynslóðaskipti. Við þær aðstæður þarf ég, og allir, að sýna liðinu ákveðinn skilning og hafa þolinmæði gagnvart því ferli sem er í gangi. Það er verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því.“
EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06