Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 07:30 Memphis Grizzlies leikmaðurinn Tyus Jones horfir upp á stigatöfluna í þessum ótrúlega leik í nótt. AP/Brandon Dill Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt. Memphis Grizzlies fagnaði stærsti sigri sögunnar í NBA deildinni þegar liðið vann 73 stiga sigur á Oklahoma City Thunder 152-79. Stærsti sigurinn fyrir þennan leik vann 69 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Miami Heat í desember 1991. Memphis notaði tólf leikmenn í leiknum og níu þeirra skoruðu tíu stig eða meira. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur með 27 stig en liðið vann þennan stórasigur þrátt fyrir að leika án síns besta leikmanns, Ja Morant. Staðan var 72-36 í hálfleik og Grizzlies komst mest 78 stigum yfir. Cameron Payne scores in the paint He leads the @Suns with 19 PTS in Q4 on NBA League Pass: https://t.co/V0kkYEn6W6 pic.twitter.com/by2aMLRVgA— NBA (@NBA) December 3, 2021 Cam Johnson og Cameron Payne skoruðu báðir 19 stig þegar Phoenix Suns vann 114-103 sigur á Detroit Pistons en þeir komu báðir inn af bekknum. Deandre Ayton var síðan með 17 stig og 12 fráköst og Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar. Suns-liðið lék án stjörnuleikmannsins Devin Booker sem meiddist í síðasta leik en það háði ekki liðinu sem hitti úr 76 prósent skota sinna í öðrum leikhlutanum og var 69-51 yfir í hálfleik. Detroit náði 17-0 spretti í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig en heimamenn í Suns voru sterkari í lokin. Phoenix tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en hefur nú ekki tapað leik síðan 27. október síðastliðinn. The @Raptors pick up the win behind @FredVanVleet's 29 PTS, 5 REB, 4 AST and 5 3PM! pic.twitter.com/JdgXOczg9w— NBA (@NBA) December 3, 2021 Fred Van Vleet skoraði 13 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Toronto Raptors vann 97-93 sigur á Milwaukee Bucks og endaði um leið átta leikja sigurgöngu meistaranna. Það munaði auðvitað miklu um það fyrir Bucks að Giannis Antetokounmpo hvíldi í þessum leik með auman kálfa en hann skoraði 40 stig og sigurkörfu í leiknum kvöldið áður. Pascal Siakam var með 20 stig fyrir Toronto sem vann í fyrsta sinn í fjórum leikjum og endaði líka fimm leikja taphrinu á heimavelli. Three @chicagobulls starters combine for 88 PTS @DeMar_DeRozan (34 PTS), @ZachLaVine (27 PTS) and @NikolaVucevic (27 PTS) lead the way in their road win! pic.twitter.com/ilNLBk69K2— NBA (@NBA) December 3, 2021 DeMar DeRozan skoraði 34 stig og þeir Zach LaVine og Nikola Vucevic voru báðir með 27 stig þegar Chicago Bulls vann 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Þeir voru einu leikmenn Bulls liðsins sem skoruðu í fjórða leikhlutanum en DeRozan skoraði átján stig í honum. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114 NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Memphis Grizzlies fagnaði stærsti sigri sögunnar í NBA deildinni þegar liðið vann 73 stiga sigur á Oklahoma City Thunder 152-79. Stærsti sigurinn fyrir þennan leik vann 69 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Miami Heat í desember 1991. Memphis notaði tólf leikmenn í leiknum og níu þeirra skoruðu tíu stig eða meira. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur með 27 stig en liðið vann þennan stórasigur þrátt fyrir að leika án síns besta leikmanns, Ja Morant. Staðan var 72-36 í hálfleik og Grizzlies komst mest 78 stigum yfir. Cameron Payne scores in the paint He leads the @Suns with 19 PTS in Q4 on NBA League Pass: https://t.co/V0kkYEn6W6 pic.twitter.com/by2aMLRVgA— NBA (@NBA) December 3, 2021 Cam Johnson og Cameron Payne skoruðu báðir 19 stig þegar Phoenix Suns vann 114-103 sigur á Detroit Pistons en þeir komu báðir inn af bekknum. Deandre Ayton var síðan með 17 stig og 12 fráköst og Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar. Suns-liðið lék án stjörnuleikmannsins Devin Booker sem meiddist í síðasta leik en það háði ekki liðinu sem hitti úr 76 prósent skota sinna í öðrum leikhlutanum og var 69-51 yfir í hálfleik. Detroit náði 17-0 spretti í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig en heimamenn í Suns voru sterkari í lokin. Phoenix tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en hefur nú ekki tapað leik síðan 27. október síðastliðinn. The @Raptors pick up the win behind @FredVanVleet's 29 PTS, 5 REB, 4 AST and 5 3PM! pic.twitter.com/JdgXOczg9w— NBA (@NBA) December 3, 2021 Fred Van Vleet skoraði 13 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Toronto Raptors vann 97-93 sigur á Milwaukee Bucks og endaði um leið átta leikja sigurgöngu meistaranna. Það munaði auðvitað miklu um það fyrir Bucks að Giannis Antetokounmpo hvíldi í þessum leik með auman kálfa en hann skoraði 40 stig og sigurkörfu í leiknum kvöldið áður. Pascal Siakam var með 20 stig fyrir Toronto sem vann í fyrsta sinn í fjórum leikjum og endaði líka fimm leikja taphrinu á heimavelli. Three @chicagobulls starters combine for 88 PTS @DeMar_DeRozan (34 PTS), @ZachLaVine (27 PTS) and @NikolaVucevic (27 PTS) lead the way in their road win! pic.twitter.com/ilNLBk69K2— NBA (@NBA) December 3, 2021 DeMar DeRozan skoraði 34 stig og þeir Zach LaVine og Nikola Vucevic voru báðir með 27 stig þegar Chicago Bulls vann 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Þeir voru einu leikmenn Bulls liðsins sem skoruðu í fjórða leikhlutanum en DeRozan skoraði átján stig í honum. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira