Mikil fjölgun þeirra sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda Heimsljós 2. desember 2021 09:46 Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsstofnanir stefna að því að aðstoða 183 milljónir manna í 63 löndum. Á næsta ári koma 274 milljónir manna til með að þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fjölgun þeirra sem búa við slík bágindi nemur 39 milljónum milli ára, 17 prósentum. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsstofnanir stefna að því að aðstoða 183 milljónir manna í 63 löndum sem eru í brýnustu þörf. Það kallar á 41 milljarða dala útgjöld. Þetta kemur fram í í yfirliti Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) – Global Humanitarian Overview – sem er víðtækasta opinbera greining á mannúðarþörf í heiminum. Yfirlitið veitir glögga mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum í mannúðaraðgerðum. „Loftslagsvandinn bitnar fyrst og fremst á viðkvæmasta fólkinu í heiminum. Stríðsátök dragast á langinn og óstöðugleiki hefur aukist í mörgum heimshlutum eins og Eþíópíu, Mjamar og Afganistan,“ segir Martin Griffith framkvæmdastjóri OCHA. „Heimsfaraldrinum er ólokið og fátæk ríki fá ekki bóluefni,“ bætir hann við. Griffith bendir á að rúma eitt prósent mannkyns sé á hrakhólum, hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sárafátækt aukist á nýjan leik. Konur og stúlkur verði oftast verst úti og hungursneyð vofi yfir 45 milljónum manna í 43 löndum. OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023. Ísland veitir árlega óeyrnamerkt kjarnaframlög til OCHA samkvæmt rammasamningi en gerð rammasamninga til alþjóðastofnana er í takt við áherslur Íslands um mikilvægi fyrirsjáanleika og sveigjanleika framlaga. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent
Á næsta ári koma 274 milljónir manna til með að þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fjölgun þeirra sem búa við slík bágindi nemur 39 milljónum milli ára, 17 prósentum. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsstofnanir stefna að því að aðstoða 183 milljónir manna í 63 löndum sem eru í brýnustu þörf. Það kallar á 41 milljarða dala útgjöld. Þetta kemur fram í í yfirliti Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) – Global Humanitarian Overview – sem er víðtækasta opinbera greining á mannúðarþörf í heiminum. Yfirlitið veitir glögga mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum í mannúðaraðgerðum. „Loftslagsvandinn bitnar fyrst og fremst á viðkvæmasta fólkinu í heiminum. Stríðsátök dragast á langinn og óstöðugleiki hefur aukist í mörgum heimshlutum eins og Eþíópíu, Mjamar og Afganistan,“ segir Martin Griffith framkvæmdastjóri OCHA. „Heimsfaraldrinum er ólokið og fátæk ríki fá ekki bóluefni,“ bætir hann við. Griffith bendir á að rúma eitt prósent mannkyns sé á hrakhólum, hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sárafátækt aukist á nýjan leik. Konur og stúlkur verði oftast verst úti og hungursneyð vofi yfir 45 milljónum manna í 43 löndum. OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023. Ísland veitir árlega óeyrnamerkt kjarnaframlög til OCHA samkvæmt rammasamningi en gerð rammasamninga til alþjóðastofnana er í takt við áherslur Íslands um mikilvægi fyrirsjáanleika og sveigjanleika framlaga. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent