Brennimerktur en ber það með sóma en ekki skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 11:31 Kristinn Óli varð landsþekktur á nokkrum klukkustundum þegar hann gaf út lagið B.O.B.A. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Einkalífið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Einkalífið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“