Leikur norska kvennalandsliðsins í fótbolta stöðvaður vegna þoku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 15:10 Norsku stelpurnar fagna einu af mörkunum sínum í þokunni í Jerevan í kvöld. AP/Hakob Berberyan) Leikur Armeníu og Noregs í undankeppni HM kvenna í fótbolta fer fram við erfiðar aðstæður í Jerevan og það endaði með að dómarinn stöðvaði leikinn. Nú er búið að ákveða að leikurinn verður ekki kláraður fyrr en á morgun. Norska liðið var komið í 9-0 eftir sjötíu mínútna leik en þá var þokan orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Það sást vel allan fyrri hálfleikinn og framan af þeim síðari en þá lagðist þokan yfir völlinn. Dómari leiksins hætti að sjá á milli vítateiganna og ákvað því að stöðva leikinn. Leikurinn er í beinni útsendingu í norska sjónvarpinu og það sást vel að þokan er mjög þétt. Norsku lýsendurnir sáu eiginlega ekki hver skoraði níunda markið. Um tíma leit út fyrir að dómarinn ætlaði að senda liðin út á völlinn aftur en með litaðan bolta og að norsku stelpurnar myndu spila í skærgrænum verstum. Þokan þéttist þá enn meira og dómarinn tak alla leikmenn liðanna aftur inn í búningsklefa. Dómarinn ætlaði þá að bíða að sjá hvort þokunni létti eða hvort þurfi að spila leikinn á morgun. Hún hafði 45 mínútur upp á að hlaupa eftir að hún stöðvaði leikinn en klukkan 15.15 var ákveðið að leikurinn verði ekki kláraður fyrr en á morgun. Elisabeth Terland (2 mörk), Lisa-Marie Utland (2), Frida Leonhardsen-Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusoy höfðu allar skorað fyrir norska liðið og úrslitin löngu ráðin. Noregur vann 10-0 sigur í fyrri leik liðanna í Noregi en norska liðið hefur náð í þrettán af fimmtán mögulegum stigum í riðlinum. Armenía hefur hvorki fengið stig né skorað mark í riðlinum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Norska liðið var komið í 9-0 eftir sjötíu mínútna leik en þá var þokan orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Það sást vel allan fyrri hálfleikinn og framan af þeim síðari en þá lagðist þokan yfir völlinn. Dómari leiksins hætti að sjá á milli vítateiganna og ákvað því að stöðva leikinn. Leikurinn er í beinni útsendingu í norska sjónvarpinu og það sást vel að þokan er mjög þétt. Norsku lýsendurnir sáu eiginlega ekki hver skoraði níunda markið. Um tíma leit út fyrir að dómarinn ætlaði að senda liðin út á völlinn aftur en með litaðan bolta og að norsku stelpurnar myndu spila í skærgrænum verstum. Þokan þéttist þá enn meira og dómarinn tak alla leikmenn liðanna aftur inn í búningsklefa. Dómarinn ætlaði þá að bíða að sjá hvort þokunni létti eða hvort þurfi að spila leikinn á morgun. Hún hafði 45 mínútur upp á að hlaupa eftir að hún stöðvaði leikinn en klukkan 15.15 var ákveðið að leikurinn verði ekki kláraður fyrr en á morgun. Elisabeth Terland (2 mörk), Lisa-Marie Utland (2), Frida Leonhardsen-Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusoy höfðu allar skorað fyrir norska liðið og úrslitin löngu ráðin. Noregur vann 10-0 sigur í fyrri leik liðanna í Noregi en norska liðið hefur náð í þrettán af fimmtán mögulegum stigum í riðlinum. Armenía hefur hvorki fengið stig né skorað mark í riðlinum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira