„Maður þarf að treysta á örlögin“ Steinar Fjeldsted skrifar 26. nóvember 2021 10:00 Popptónlistarmaðurinn Benedikt gefur út sína fyrstu stuttskífu (EP), Maybe The Best Has Yet To Come, 26. nóvember næstkomandi. Eins og titillinn vísar til eru skilaboðin að þegar á móti blæs þarf maður að treysta á örlögin, að manni hafi verið ætlað eitthvað annað og jafnvel betra. Lögin eru grípandi popp sem endurspegla tilfinningar, svo sem glettni, þrá, uppgjör og bjartsýni til framtíðar. Benedikt Gylfason er 19 ára söngvari, lagahöfundur og pródúsent úr Reykjavík. Hann stundar nám við MH og er í söngnámi í Menntaskóla í Tónlist sem og námi í jazzpíanóleik. Benedikt byrjaði ungur að semja tónlist, bæði klassíska sem og popp. Hann kom mikið fram opinberlega þegar hann var yngri. Hann hefur verið í leikhúsi, óperum, var í klassísku listdansnámi og hefur verið virkur í kórastarfi, fyrst í Drengjakór Reykjavíkur og nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Síðastliðið vor keppti Benedikt til úrslita í Músíktilraunum og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram í úrslitin. Lagasmíðum Benedikts lýsti tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen í Morgunblaðinu sem skammlausu og haganlega sömdu epísku poppi. Í þættinum Ólátagarði á Rás 2 var einnig sagt um Benedikt að „svo lengi sem hann heldur áfram að semja munum við halda áfram að hlusta. Fyrr en varir – öll þjóðin líka.“ Tvö lög stuttskífunnar, Diamond og With My Girls, komu út fyrr á þessu ári við góðar undirtektir en lög plötunnar eru fjögur. Lögin sem nú voru gefin út eru annars vegar lagið Suffocating og hins vegar lagið Lay Our Weapons Down en hið síðarnefnda samdi Benedikt ásamt Dagnýju Guðmundsdóttur. Útgáfa stuttskífunnar er styrkt af bæði Tónskáldasjóði RÚV og STEFs sem og Upptökusjóði STEFs. Platan var spiluð í heild sinni með kynningum frá Benedikt í Hlustunarpartíi á KissFM fimmtudaginn 25. nóvember. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Benedikt Gylfason er 19 ára söngvari, lagahöfundur og pródúsent úr Reykjavík. Hann stundar nám við MH og er í söngnámi í Menntaskóla í Tónlist sem og námi í jazzpíanóleik. Benedikt byrjaði ungur að semja tónlist, bæði klassíska sem og popp. Hann kom mikið fram opinberlega þegar hann var yngri. Hann hefur verið í leikhúsi, óperum, var í klassísku listdansnámi og hefur verið virkur í kórastarfi, fyrst í Drengjakór Reykjavíkur og nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Síðastliðið vor keppti Benedikt til úrslita í Músíktilraunum og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram í úrslitin. Lagasmíðum Benedikts lýsti tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen í Morgunblaðinu sem skammlausu og haganlega sömdu epísku poppi. Í þættinum Ólátagarði á Rás 2 var einnig sagt um Benedikt að „svo lengi sem hann heldur áfram að semja munum við halda áfram að hlusta. Fyrr en varir – öll þjóðin líka.“ Tvö lög stuttskífunnar, Diamond og With My Girls, komu út fyrr á þessu ári við góðar undirtektir en lög plötunnar eru fjögur. Lögin sem nú voru gefin út eru annars vegar lagið Suffocating og hins vegar lagið Lay Our Weapons Down en hið síðarnefnda samdi Benedikt ásamt Dagnýju Guðmundsdóttur. Útgáfa stuttskífunnar er styrkt af bæði Tónskáldasjóði RÚV og STEFs sem og Upptökusjóði STEFs. Platan var spiluð í heild sinni með kynningum frá Benedikt í Hlustunarpartíi á KissFM fimmtudaginn 25. nóvember. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira