Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm
Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58
Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30