„Viljið þið biðja fyrir mér, ég held að ég sé að fara deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2021 11:31 Sigga Dögg var í lífshættu þegar hún eignaðist sitt þriðja barn. Vísir/vilhelm Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, er einn þekktasti kynfræðingur landsins. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir sína nálgun í starfi, gefið út bækur, haldið úti sjónvarpsþætti á Stöð 2 og margt fleira. Sigga Dögg er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sigríður opnaði sig um virkilega erfiða fæðingarreynslu sína þegar hún fæddi sitt þriðja barn. „Mitt fæðingarferli hefur almennt verið dramatískt. Ég hef misst nokkrum sinnum fóstur, eitt barnanna minna fæddist veikt og allskonar stöff,“ segir Sigga og heldur áfram. „Meðgangan gekk þarna alveg ágætlega nema ég var rosalega járnlítil. Ég var svo járnlítil og þegar ég mætti einu sinni í mæðraskoðun sagði hún við mig, ég skil ekki alveg hvernig þú gast labbað hingað. Hún skrifar upp á einhvern tuttugu og fimm þúsund króna reikning í apótekinu og ég átti að kaupa öll heimsins fæðubótarefni.“ Sigga segir að barnið hafi snúið vitlaust og af því að hún hafði áður farið í keisara mátti hún ekki reyna hefðbundna fæðingu. „Svo fer ég í þennan keisara en þar var ein bláæð sem var svo þrútin að hún fór í sundur. Mér skilst að það að reyna sauma það saman sé eins og að sauma saman slím. Hann fæðist svo heilbrigður og flottur og ég fæ hann í fangið. Svo finn ég að mér byrjar að sundla og ég sé síðan að það fyllist skurðstofan af fólki. Allt í einu eru tuskur farnar að fljúga á gólfið og ég segi bara, takið barnið. Þarna er ég að detta út. Þá er fyrrverandi manninum mínum og barninu bara hent út. Svo er bara sett á mig gríma og ég svæfð.“ Klippa: Einkalífið - Sigga Dögg Hún segir að það hafi einfaldlega gusast út blóð og læknarnir hafi ekki náð tökum á blæðingunni. „Þeir í raun bara loka skurðinum og vona það besta. Svo ranka ég við mér einhverjum tíu tímum seinna á gjörgæslu. Þeir segja að næstu stundir séu krítískar og það þurfi að fylgjast vel með. Ég var ekkert búin að sjá drenginn minn og þetta var bara virkilega grillað. Ég var ógeðslega hrædd, alveg svona virkilega hrædd. Svo kemur læknirinn og segir við mig, staðan er ekki góð. Þú ert með miklar innvortis blæðingu og ég ætla hringja á sjúkrabíl og það er búið að ræsa út sérfræðiteymi og það er verið að undirbúa skurðstofuna. Ég bara meðtók þetta ekki og fer bara í hysteríska hræðslu. Við erum skilin eftir tvö ein inni á stofu með drenginn og ég fer bara að gráta alveg óstjórnlega. Eftir keisara er maður ekki með magavöðva. Það að hlægja er hræðilegt en hvað þá að gráta.“ Sigga segist hafa sent skilaboð á þrjár af hennar hjartans vinkonum á þessum tímapunkti. „Ég sendi í algjöru panikk. Viljið þið biðja fyrir mér, ég held að ég sé að fara deyja. Mér finnst mjög erfitt að tala um þetta. Pabbi minn vaknar um miðja nótt þarna og segir bara strax, hringjum í Siggu, það er ekki allt í lagi. Þá svarar minn fyrrverandi og segir að ég sé að fara í akút aðgerð og biður þau um að koma. Þetta var allt svo hræðilegt og ég var svo ógeðslega lífhrædd þarna.“ Hún fer í þessa aukaaðgerð í kjölfarið og var vakandi í gegnum hana. „Þetta var svo grillað. Ég hef alltaf notað húmorinn og ég var bara eitthvað að grínast við skurðlækninn til að lina sársaukann. Um að ég hafi átt bólfélaga sem leit út eins og hann.“ Aðgerðin gekk vel en eftir hana kom í ljós að Sigríður getur ekki eignast fleiri börn. Sigga ræður um fæðinguna þegar um 30 mínútur eru liðnar af þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Sigga Dögg einnig um starf sitt, Metoo byltinguna hér á landi, skilnaðinn við barnsfaðir hennar, um þær bækur sem hún hefur gefið út, vinnuna í sjónvarpi og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Sigga Dögg er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sigríður opnaði sig um virkilega erfiða fæðingarreynslu sína þegar hún fæddi sitt þriðja barn. „Mitt fæðingarferli hefur almennt verið dramatískt. Ég hef misst nokkrum sinnum fóstur, eitt barnanna minna fæddist veikt og allskonar stöff,“ segir Sigga og heldur áfram. „Meðgangan gekk þarna alveg ágætlega nema ég var rosalega járnlítil. Ég var svo járnlítil og þegar ég mætti einu sinni í mæðraskoðun sagði hún við mig, ég skil ekki alveg hvernig þú gast labbað hingað. Hún skrifar upp á einhvern tuttugu og fimm þúsund króna reikning í apótekinu og ég átti að kaupa öll heimsins fæðubótarefni.“ Sigga segir að barnið hafi snúið vitlaust og af því að hún hafði áður farið í keisara mátti hún ekki reyna hefðbundna fæðingu. „Svo fer ég í þennan keisara en þar var ein bláæð sem var svo þrútin að hún fór í sundur. Mér skilst að það að reyna sauma það saman sé eins og að sauma saman slím. Hann fæðist svo heilbrigður og flottur og ég fæ hann í fangið. Svo finn ég að mér byrjar að sundla og ég sé síðan að það fyllist skurðstofan af fólki. Allt í einu eru tuskur farnar að fljúga á gólfið og ég segi bara, takið barnið. Þarna er ég að detta út. Þá er fyrrverandi manninum mínum og barninu bara hent út. Svo er bara sett á mig gríma og ég svæfð.“ Klippa: Einkalífið - Sigga Dögg Hún segir að það hafi einfaldlega gusast út blóð og læknarnir hafi ekki náð tökum á blæðingunni. „Þeir í raun bara loka skurðinum og vona það besta. Svo ranka ég við mér einhverjum tíu tímum seinna á gjörgæslu. Þeir segja að næstu stundir séu krítískar og það þurfi að fylgjast vel með. Ég var ekkert búin að sjá drenginn minn og þetta var bara virkilega grillað. Ég var ógeðslega hrædd, alveg svona virkilega hrædd. Svo kemur læknirinn og segir við mig, staðan er ekki góð. Þú ert með miklar innvortis blæðingu og ég ætla hringja á sjúkrabíl og það er búið að ræsa út sérfræðiteymi og það er verið að undirbúa skurðstofuna. Ég bara meðtók þetta ekki og fer bara í hysteríska hræðslu. Við erum skilin eftir tvö ein inni á stofu með drenginn og ég fer bara að gráta alveg óstjórnlega. Eftir keisara er maður ekki með magavöðva. Það að hlægja er hræðilegt en hvað þá að gráta.“ Sigga segist hafa sent skilaboð á þrjár af hennar hjartans vinkonum á þessum tímapunkti. „Ég sendi í algjöru panikk. Viljið þið biðja fyrir mér, ég held að ég sé að fara deyja. Mér finnst mjög erfitt að tala um þetta. Pabbi minn vaknar um miðja nótt þarna og segir bara strax, hringjum í Siggu, það er ekki allt í lagi. Þá svarar minn fyrrverandi og segir að ég sé að fara í akút aðgerð og biður þau um að koma. Þetta var allt svo hræðilegt og ég var svo ógeðslega lífhrædd þarna.“ Hún fer í þessa aukaaðgerð í kjölfarið og var vakandi í gegnum hana. „Þetta var svo grillað. Ég hef alltaf notað húmorinn og ég var bara eitthvað að grínast við skurðlækninn til að lina sársaukann. Um að ég hafi átt bólfélaga sem leit út eins og hann.“ Aðgerðin gekk vel en eftir hana kom í ljós að Sigríður getur ekki eignast fleiri börn. Sigga ræður um fæðinguna þegar um 30 mínútur eru liðnar af þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Sigga Dögg einnig um starf sitt, Metoo byltinguna hér á landi, skilnaðinn við barnsfaðir hennar, um þær bækur sem hún hefur gefið út, vinnuna í sjónvarpi og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“