PSG valtaði yfir Real Madrid | Juventus bjargaði stigi gegn Wolfsburg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2021 21:53 PSG vann stórsigur gegn Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Johannes Simon - UEFA/UEFA via Getty Images Franska stórveldið Paris Saint-Germain átti ekki í miklum vandræðum er liðið tók á móti Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 4-0 stórsigur og er nú með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins, en liðin leika í sama riðli og Breiðablik. Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir strax á 13. mínútu áður en Sara Daebritz tvöfaldaði forystu Parísarliðsins stuttu fyrir hálfleik. Marie-Antoinette Katoto var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt, og þriðja mark PSG. Staðan var svo orðin 4-0 rúmum tíu mínútum síðar þegar Rocio varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Þetta reyndist lokamark leiksins og Parísarliðið fagnaði því öruggum 4-0 sigri. Liðið er nú eitt á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, þrem stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti. Breiðablik og Kharkiv reka svo lestina með sitthvort stigið, en liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Á sama tíma og leikur PSG og Real Madrid fór fram mættust Juventus og Wolfsburg í A-riðli. Ljóst var að um mikilvægan leik var að ræða, en með sigri gátu bæði lið haldið í við Chelsea sem sitja á toppi riðilsins. Cristiana Girelli kom Juventus yfir á 22. mínútu áður en Lena Lattwein jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Tabea Wassmuth kom Wolfsburg yfir á 65. mínútu. Það stefndi allt í 2-1 sigur Wolfsburg, en á 90. mínútu fékk Felicitas Rauch að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valentina Cernoia tók aukaspyrnuna fyrir Juventus, og eftir mikinn darraðardans inni á teig gestanna barst boltinn til Girelli sem var ein á auðum sjó og skoraði annað mar sitt og tryggði Juventus dýrmætt stig. Juventus situr nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en liðið vann virkilega sannfærandi 7-0 sigur gegn botnliði Servette fyrr í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir strax á 13. mínútu áður en Sara Daebritz tvöfaldaði forystu Parísarliðsins stuttu fyrir hálfleik. Marie-Antoinette Katoto var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt, og þriðja mark PSG. Staðan var svo orðin 4-0 rúmum tíu mínútum síðar þegar Rocio varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Þetta reyndist lokamark leiksins og Parísarliðið fagnaði því öruggum 4-0 sigri. Liðið er nú eitt á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, þrem stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti. Breiðablik og Kharkiv reka svo lestina með sitthvort stigið, en liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Á sama tíma og leikur PSG og Real Madrid fór fram mættust Juventus og Wolfsburg í A-riðli. Ljóst var að um mikilvægan leik var að ræða, en með sigri gátu bæði lið haldið í við Chelsea sem sitja á toppi riðilsins. Cristiana Girelli kom Juventus yfir á 22. mínútu áður en Lena Lattwein jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Tabea Wassmuth kom Wolfsburg yfir á 65. mínútu. Það stefndi allt í 2-1 sigur Wolfsburg, en á 90. mínútu fékk Felicitas Rauch að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valentina Cernoia tók aukaspyrnuna fyrir Juventus, og eftir mikinn darraðardans inni á teig gestanna barst boltinn til Girelli sem var ein á auðum sjó og skoraði annað mar sitt og tryggði Juventus dýrmætt stig. Juventus situr nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en liðið vann virkilega sannfærandi 7-0 sigur gegn botnliði Servette fyrr í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn