Gerir allt sjálf fyrir ferminguna og þiggur enga hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 15:00 Mæðgurnar Erna og Anna Kolbrún. Vísir/Arnar Halldórsson Fimmtán ára stelpa úr Garðabæ, sem fær loks að fermast eftir tveggja ára bið, hefur staðið í ströngu við undirbúning veislunnar en hún bæði bakar og skreytir – alein og óstudd. Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira