Algjör stoð og stytta í mínu lífi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2021 10:00 Hannes og Halla ásamt börnum og brúðkaupsdaginn árið 2017. Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Hannes hefur leikið sem atvinnumaður í Danmörku, Hollandi, Noregi og Aserbadjan. Hann er giftur Höllu Jónsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Þau hjónin voru sjö ár á flakka um Evrópu á meðan Hannes lék sem atvinnumaður. „Halla er búin að vera algjörlega frábær í gegnum þennan tíma og algjör stoð og stytta. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar,“ segir Hannes í þættinum. „Hún setur sinn starfsframa til hliðar. Hún var að vinna í Landsbankanum áður en við fórum út árið 2013. Þá var yngsta dóttir okkar átta mánaða og við erum að ala upp tvö elstu börnin okkar í fjórum löndum. Þetta er saga sem er mjög sjaldan sögð. Henni er kippt út á mjög góðum tíma á sínum starfsferli í hálfgerða einangrun. Við förum fyrst út til Noregs og hún er heima í fæðingarorlofi. Svo þegar hún er rétt að komast í takt þar þá förum við á næsta stað til Hollands og hún aftur komin á byrjunarreit,“ segir Hannes og heldur áfram. „Auðvitað höfum við það alltaf fínt og með mikinn tíma með fjölskyldunni og þetta er að mörgu leyti algjört forréttindalíf, en hún flytur samt í burtu frá öllum sínum vinkonum og er búin að vera svolítið ein í þessu.“ Í þættinum er einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Hannes hefur leikið sem atvinnumaður í Danmörku, Hollandi, Noregi og Aserbadjan. Hann er giftur Höllu Jónsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Þau hjónin voru sjö ár á flakka um Evrópu á meðan Hannes lék sem atvinnumaður. „Halla er búin að vera algjörlega frábær í gegnum þennan tíma og algjör stoð og stytta. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar,“ segir Hannes í þættinum. „Hún setur sinn starfsframa til hliðar. Hún var að vinna í Landsbankanum áður en við fórum út árið 2013. Þá var yngsta dóttir okkar átta mánaða og við erum að ala upp tvö elstu börnin okkar í fjórum löndum. Þetta er saga sem er mjög sjaldan sögð. Henni er kippt út á mjög góðum tíma á sínum starfsferli í hálfgerða einangrun. Við förum fyrst út til Noregs og hún er heima í fæðingarorlofi. Svo þegar hún er rétt að komast í takt þar þá förum við á næsta stað til Hollands og hún aftur komin á byrjunarreit,“ segir Hannes og heldur áfram. „Auðvitað höfum við það alltaf fínt og með mikinn tíma með fjölskyldunni og þetta er að mörgu leyti algjört forréttindalíf, en hún flytur samt í burtu frá öllum sínum vinkonum og er búin að vera svolítið ein í þessu.“ Í þættinum er einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira