Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 10:31 Litríkur stuðningsmaður Íslands á leiknum gegn Austurríki í Rotterdam á EM 2017. Getty/Maja Hitji Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér. EM 2021 í Englandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira