Atlantsolíu bannað að fullyrða um „cheapest gas stop“ Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 14:25 Heildarniðurstaða Neytendastofu var að fullyrðingar Atlantsolíu væru villandi. Getty/Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu þar sem þær eru taldar vera villandi. Fullyrðingarnar sem um ræðir eru annars vegar „cheapest gas stop“ og hins vegar „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“. Í ákvörðun Neytendastofu segir að ábending um fullyrðingarnar hafi borist frá neytendum. Í bréfi stofnunarinnar til Atlantsolíu í ágúst síðastliðinn hafi komið fram að félagið hafi auglýst á flettiskilti við Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík þar sem fram kæmi textinn „cheapest gas stop.“ Hin fullyrðingin hafi birst á heimasíðu. Auglýsing Atlantsolíu fór framhjá Atlantsolíu Í svörum Atlantsolíu um „cheapest gas stop“ kom fram að félaginu hafi verið ókunnugt um birtingartíma fullyrðingarinnar og því mögulega með lægsta verðið á þeim tíma. „Í öðru lagi hafi auglýsingin, sem hafði verið unnin af auglýsingastofu, farið framhjá félaginu. Þá geti verið, að í vinnu auglýsingastofunnar, hafi þýðing skolast til og gleymst að vísa til lággjaldastöðva félagsins. Í þriðja lagi hafi félagið ekki haft ásetning til að vera með rangar staðhæfingar og tekið auglýsinguna niður þegar erindi Neytendastofu barst. Varðandi fullyrðingu um „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ tiltók félagið þrjú atriði. Í fyrsta lagi að fullyrðingin hafi aðeins birst á heimasíðu félagsins. Í öðru lagi að félagið hafi talið það augljóst af auglýsingunni að Atlantsolía byði sitt eigið lægsta verð á þessum tilteknu staðsetningum. Í þriðja og seinasta lagi hafi textinn verið fjarlægður og enginn ásetningur hafi verið til staðar um að vera með rangar eða villandi fullyrðingar,“ segir í ákvörðuninni. Villandi fullyrðingar Neytendastofa taldi fullyrðingarnar villandi og grundvallaðist sú niðurstaða á tveimur sjónarmiðum. „Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu.“ Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi, en félagið brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða. Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í ákvörðun Neytendastofu segir að ábending um fullyrðingarnar hafi borist frá neytendum. Í bréfi stofnunarinnar til Atlantsolíu í ágúst síðastliðinn hafi komið fram að félagið hafi auglýst á flettiskilti við Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík þar sem fram kæmi textinn „cheapest gas stop.“ Hin fullyrðingin hafi birst á heimasíðu. Auglýsing Atlantsolíu fór framhjá Atlantsolíu Í svörum Atlantsolíu um „cheapest gas stop“ kom fram að félaginu hafi verið ókunnugt um birtingartíma fullyrðingarinnar og því mögulega með lægsta verðið á þeim tíma. „Í öðru lagi hafi auglýsingin, sem hafði verið unnin af auglýsingastofu, farið framhjá félaginu. Þá geti verið, að í vinnu auglýsingastofunnar, hafi þýðing skolast til og gleymst að vísa til lággjaldastöðva félagsins. Í þriðja lagi hafi félagið ekki haft ásetning til að vera með rangar staðhæfingar og tekið auglýsinguna niður þegar erindi Neytendastofu barst. Varðandi fullyrðingu um „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ tiltók félagið þrjú atriði. Í fyrsta lagi að fullyrðingin hafi aðeins birst á heimasíðu félagsins. Í öðru lagi að félagið hafi talið það augljóst af auglýsingunni að Atlantsolía byði sitt eigið lægsta verð á þessum tilteknu staðsetningum. Í þriðja og seinasta lagi hafi textinn verið fjarlægður og enginn ásetningur hafi verið til staðar um að vera með rangar eða villandi fullyrðingar,“ segir í ákvörðuninni. Villandi fullyrðingar Neytendastofa taldi fullyrðingarnar villandi og grundvallaðist sú niðurstaða á tveimur sjónarmiðum. „Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu.“ Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi, en félagið brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða.
Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira