„Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Hannes Þór Halldórsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd á dögunum og hefur myndin Leynilögga fengið góðar viðtökur. Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira