Brugðumst Solskjær á einum versta degi á okkar ferli Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 14:00 Harry Maguire brúnaþungur á leiknum gegn Liverpool á sunnudaginn. Getty/Alex Livesey Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, segir að með niðurlægjandi 5-0 tapinu gegn Liverpool á sunnudag hafi leikmenn United brugðist knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær og öllum sem að félaginu komi. „Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira