Ný veiðibók frá Sigga Haug Karl Lúðvíksson skrifar 29. október 2021 10:09 Nýja bókin frá Sigga Haug er væntanleg í næsta mánuði Sigurður Héðinn eða Siggi Haugur eins og flestir veiðimenn þekkja hann er að gefa út sína þriðju bók um stangveiði. Það er nokkuð klárt mál að flestir laxveiðimenn hafa á einhverjum tímapunkti hnýtt undir einhverja af flugunum hans Sigga og þá er Haugurinn líklega ein af þeim vinsælustu í Íslenskum laxveiðiám. Þetta er þriðja bókin á jafn mörgum árum frá þessum heimsþekkta fluguhnýtara, gæd og laxveiðimanni. Bókin heitir Veiði, von og væntingar og er bæði gullfalleg og innihaldsrík. Siggi fer yfir veiðitækni (andstreymisveiði, kasta undir horni, losað úr fiski, fiski landað svo eitthvað sé nefnt), hann sýnir meira en fimmtíu flugur sem hver heiðvirður laxveiðimaður og hver laxveiðikona þarf að kunna skil á og auðvitað fylgja dæmisögur, veiðisögur og ýkjusögur. Bókin er væntanleg í verslanir þegar líður á nóvember. Við óskum Sigga til lukku með bókina og það er ljóst að stangveiðimenn bíða í ofvæni eftir að fá þessa bók í harða pakkanum. Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi Veiði
Það er nokkuð klárt mál að flestir laxveiðimenn hafa á einhverjum tímapunkti hnýtt undir einhverja af flugunum hans Sigga og þá er Haugurinn líklega ein af þeim vinsælustu í Íslenskum laxveiðiám. Þetta er þriðja bókin á jafn mörgum árum frá þessum heimsþekkta fluguhnýtara, gæd og laxveiðimanni. Bókin heitir Veiði, von og væntingar og er bæði gullfalleg og innihaldsrík. Siggi fer yfir veiðitækni (andstreymisveiði, kasta undir horni, losað úr fiski, fiski landað svo eitthvað sé nefnt), hann sýnir meira en fimmtíu flugur sem hver heiðvirður laxveiðimaður og hver laxveiðikona þarf að kunna skil á og auðvitað fylgja dæmisögur, veiðisögur og ýkjusögur. Bókin er væntanleg í verslanir þegar líður á nóvember. Við óskum Sigga til lukku með bókina og það er ljóst að stangveiðimenn bíða í ofvæni eftir að fá þessa bók í harða pakkanum.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi Veiði