Úrslitin í W Series ráðast í Texas um helgina Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. október 2021 07:00 Jamie Chadwick stillir sér upp við bíl sinn eftir góðan árangur í tímatöku. Ríkjandi meistari, Jamie Chadwick og Alice Powell eru líklegastar til að tryggja sér titilinn í W Series í Austin, Texas í Bandaríkjunum um helgina. Síðasta keppni tímabilsins er á dagskrá í kvöld. Staðan fyrir helgina var þannig að ríkjandi meistarinn, Chadwick og Powell voru jafnar á stigum. Chadwick mun vera á ráspól í báðum keppnum helgarinnar. Powell mun ræsa níunda og tíunda af stað í keppnunum tveimur. Það er því ljóst að hart verður barist í Austin Texas. Keppnirnar fara fram sem stuðningskeppnir við Formúlu 1 keppni sem fram fer í Texas um helgina. W Series er kappakstursmótaröð á eins sæta (e. single seater) með vængi sem auka niðurtog og á sléttum dekkjum, eingöngu ætluð konum. Bílarnir eru eins svo keppnin er afar jöfn og skemmtileg. Ökumenn eru eingöngu valdar út frá hæfileikum sínum, ekki fjárhagslegum stuðningi eða baklandi. Markmiðið er að auka sýnileika kvenna í kappakstri til að veita þátttakendum frekari reynslu við aksturs eins sæta bíla. Slíkt er undirstöðuatriði til að auka líkur á að kona fái keppnissæti í Formúlu 1. Auk þess að auka reynslu kvenna við aksturs eins sætis bíla, þá er markmiðið að auka sýnileika kvenna sem fyrirmynda í kappakstri. Hugmyndin er því afar góð. Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent
Staðan fyrir helgina var þannig að ríkjandi meistarinn, Chadwick og Powell voru jafnar á stigum. Chadwick mun vera á ráspól í báðum keppnum helgarinnar. Powell mun ræsa níunda og tíunda af stað í keppnunum tveimur. Það er því ljóst að hart verður barist í Austin Texas. Keppnirnar fara fram sem stuðningskeppnir við Formúlu 1 keppni sem fram fer í Texas um helgina. W Series er kappakstursmótaröð á eins sæta (e. single seater) með vængi sem auka niðurtog og á sléttum dekkjum, eingöngu ætluð konum. Bílarnir eru eins svo keppnin er afar jöfn og skemmtileg. Ökumenn eru eingöngu valdar út frá hæfileikum sínum, ekki fjárhagslegum stuðningi eða baklandi. Markmiðið er að auka sýnileika kvenna í kappakstri til að veita þátttakendum frekari reynslu við aksturs eins sæta bíla. Slíkt er undirstöðuatriði til að auka líkur á að kona fái keppnissæti í Formúlu 1. Auk þess að auka reynslu kvenna við aksturs eins sætis bíla, þá er markmiðið að auka sýnileika kvenna sem fyrirmynda í kappakstri. Hugmyndin er því afar góð.
Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent