„Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 20:41 Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir Selfoss loks orðinn miðdepil Íslands á nýjan leik. Stöð 2 Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. „Þetta er nú eiginlega meiri sýning en safn. Þetta er upplifunarsýning um sögu skyrsins, sem reynir á öll skilningarvitin, og er virkilega skemmtileg og vel heppnuð. Saga skyrsins er merkilegri en flestir gera sér grein fyrir,“ sagði Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður Skyrlands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, segir sýninguna marka stóran dag á Selfossi. Elísabet Ósk segir sögu skyrsins meira spennandi en marga gruni.Stöð 2 „Þetta er glæsilegur dagur, Skyrland! Selfoss er kominn í miðdepil Íslands á nýjan leik. Fyrir níutíu árum afrekuðu menn það að byggja hér Mjólkurbúið sem var móðir Selfoss. Kaupfélagið var faðir þess og Ölfusárbrúin naflastrengurinn. Þannig að þetta er stór dagur, hér er fullur bær af fólki alla daga og allir að flytja hingað,“ sagði Guðni. Hann er sjálfur að flytja í miðbæ Selfoss á næstu dögum til að njóta lífsins og fjörsins sem þar ríkir. Sjálfur segist hann uppalinn á skyri, sem hafi gefið honum afl. „Ég hef alltaf borðað skyr. Við erum aldir upp bræðurnir á graðhestaskyri, sem kom á brúsum í botninum, gult og kraftmikið og gaf okkur afl.“ Einhverjir skyrunnendur vilja meina að skyrið veiti fólki kyngetu sem Guðni tekur undir. „Það verður engin kyngeta nema með að drekka mjólk, borða skyr, nota smjör og borða ost. Þá vaxa beinin og maðurinn verður til. Kýrin er móðir mannsins að þessu leyti,“ sagði Guðni. Árborg Menning Söfn Landbúnaður Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
„Þetta er nú eiginlega meiri sýning en safn. Þetta er upplifunarsýning um sögu skyrsins, sem reynir á öll skilningarvitin, og er virkilega skemmtileg og vel heppnuð. Saga skyrsins er merkilegri en flestir gera sér grein fyrir,“ sagði Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður Skyrlands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, segir sýninguna marka stóran dag á Selfossi. Elísabet Ósk segir sögu skyrsins meira spennandi en marga gruni.Stöð 2 „Þetta er glæsilegur dagur, Skyrland! Selfoss er kominn í miðdepil Íslands á nýjan leik. Fyrir níutíu árum afrekuðu menn það að byggja hér Mjólkurbúið sem var móðir Selfoss. Kaupfélagið var faðir þess og Ölfusárbrúin naflastrengurinn. Þannig að þetta er stór dagur, hér er fullur bær af fólki alla daga og allir að flytja hingað,“ sagði Guðni. Hann er sjálfur að flytja í miðbæ Selfoss á næstu dögum til að njóta lífsins og fjörsins sem þar ríkir. Sjálfur segist hann uppalinn á skyri, sem hafi gefið honum afl. „Ég hef alltaf borðað skyr. Við erum aldir upp bræðurnir á graðhestaskyri, sem kom á brúsum í botninum, gult og kraftmikið og gaf okkur afl.“ Einhverjir skyrunnendur vilja meina að skyrið veiti fólki kyngetu sem Guðni tekur undir. „Það verður engin kyngeta nema með að drekka mjólk, borða skyr, nota smjör og borða ost. Þá vaxa beinin og maðurinn verður til. Kýrin er móðir mannsins að þessu leyti,“ sagði Guðni.
Árborg Menning Söfn Landbúnaður Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira