Íslensk/japönsk samvinna hjá Bayern: „Hún er algjör snillingur“ Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 11:04 Glódís Perla Viggósdóttir til varnar í Meistaradeildarleik gegn Benfica. Í baksýn má sjá Saki Kumagai. Þær Glódís héldu markinu hreinu í leiknum. Getty/Gualter Fatia Glódís Perla Viggósdóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í byrjunarlið Þýskalandsmeistara Bayern München þrátt fyrir óvænt skakkaföll við komuna frá Svíþjóð. Hún nýtur þess í botn að leika við hlið hinnar sigursælu Saki Kumagai og segir „allt upp á tíu“ hjá þýska stórveldinu. Glódís er 26 ára gömul en spilar væntanlega sinn 95. A-landsleik á föstudag þegar Ísland mætir Tékklandi í afar þýðingarmiklum leik í undankeppni HM í fótbolta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Glódís einnig verið atvinnumaður í sex ár – fyrst í Svíþjóð og svo nú hjá Bayern eftir að hún var keypt frá Rosengård í júlí. Nú með tvo Svíþjóðarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á ferilskránni ætlar Glódís sér að verða Þýskalandsmeistari með Bayern og þar á bæ er stefnan einnig sett á titil í Meistaradeild Evrópu. Liðið er einfaldlega eitt það albesta í heiminum í dag og Glódís er strax farin að láta til sín taka, jafnvel þrátt fyrir minni háttar áfall rétt eftir komuna til Bayern. Fyrstu meiðslin á viðkvæmum tímapunkti „Ég lenti í meiðslum strax á annarri æfingu hjá liðinu,“ segir Glódís sem hefur aldrei glímt við alvarleg meiðsli á sínum ferli: „Ég fékk högg á hnéð og því fylgdu smárifur, vökvasöfnun og eitthvað vesen. Ég missti því af öllu undirbúningstímabilinu. Við fórum á æfingamót í Bandaríkjunum og Frakklandi en ég mátti ekkert spila. Ég byrjaði ekki að æfa 100 prósent með liðinu fyrr en fjórum dögum áður en leiktíðin hófst [í lok ágúst] en ég var samt ótrúlega glöð með að ná því þó loksins. Ég hef aldrei glímt við meiðsli og það er ekkert gaman að koma inn í nýjan klúbb og geta ekki tekið þátt strax. Ég var á bekknum fyrstu tvo leikina en náði að koma inn á í þeim báðum og síðan þá hef ég fengið að byrja leikina. Þetta var því grýtt byrjun en það hefur gengið vel hjá mér síðan þá,“ segir Glódís. Glódís Perla kom til Bayern frá Rosengård í sumar eftir að hafa spilað gegn Bayern í Meistaradeildinni í vor.Getty/Matthias Balk Glódís hefur spilað alla sex deildarleiki Bayern til þessa og skorað tvö mörk en liðið er jafnt Leverkusen og Frankfurt á toppi deildarinnar og Wolfsburg og Hoffenheim eru skammt undan. Varnarmaður má aldrei slaka á í Þýskalandi „Núna fer ég inn í alla leiki og veit í raun ekki neitt því ég hef aldrei spilað á móti þessum liðum áður. Mér finnst það svolítið gaman. Þetta er ótrúlega sterk deild, eins og sást í síðustu umferð þegar við töpuðum á móti Frankfurt og Wolfsburg tapaði á móti Hoffenheim. Munurinn á þessari deild og þeirri sænsku er að það eru miklu fleiri, betri einstaklingar hérna. Það setur ákveðnar kröfur á mig sem varnarmann um að þurfa alltaf að vera upp á mitt besta. Andstæðingurinn þarf ekki nema eina skyndisókn til að skora því það er alltaf einhver ótrúlega góður leikmaður þar sem getur skorað. Við munum spila marga hörkuleiki, sem og í Meistaradeildinni, svo það eru tveir leikir í viku og við gætum alveg þurft að glíma við einhverja þreytu,“ segir Glódís sem leikið hefur báða leiki Bayern í Meistaradeildinni til þessa. Hún nýtur lífsins á nýjum slóðum í München: „Það er allt ótrúlega fagmannlegt hérna, algjörlega upp á tíu og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Þetta er klúbbur sem er með sigurhefð núna og það er ætlast til þess hjá öllum hjá félaginu að við vinnum alltaf. Það er bara gaman en því fylgir ákveðin pressa. Liðsheildin hjá Bayern er alveg geggjuð og það er eitthvað sem ég bjóst ekki endilega við. Það er mikið lagt upp úr að allir séu hluti af liðinu, og það leggja sig allir fram við að öllum líði vel og séu hluti af fjölskyldunni. Mér finnst það ótrúlega gaman og ég passa mjög vel inn í þá hugmyndafræði,“ segir Glódís. Glódís Perla Viggósdóttir skallar boltann í leik gegn Hoffenheim.Getty/Adam Pretty Nýtur þess að spila með Kumagai Glódís hefur spilað með hinni japönsku Saki Kumagai í miðri vörninni. Kumagai, sem er þrítug, lék með Lyon í átta ár og á til að mynda fimm Evrópumeistaratitla á ferilskránni. Hún er þó þekktari sem varnarsinnaður miðjumaður. „Hún er að upplagi miðjumaður en hefur staðið sig ótrúlega vel sem miðvörður. Við erum fimm að berjast um tvær miðvarðastöður en það hefur verið svolítið um meiðsli og hún endaði þarna. Hún er algjör snillingur, mjög gott að spila með henni og sambandið okkar á milli er mjög flott. Hún leiðbeinir mér og ég leiðbeini henni, og við náum að vinna mjög vel saman,“ segir Glódís og bætir við: „Þegar maður spilar með henni þá myndi manni aldrei detta í hug að hún upplifi sig eitthvað hærra skrifaðri en aðrar á vellinum. Aldrei nokkurn tímann. Mér finnst það frábær eiginleiki. Það fylgir því ró að spila með henni því hún er með svo ótrúlega mikla reynslu.“ Karólína stendur sig vel Annar liðsfélagi Glódísar er hin tvítuga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hún hefur fengið minna að spila auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn, en Glódís segir ljóst að Karólína gæti vart verið á betri stað til að þróast sem leikmaður: „Hún hefur verið að koma eitthvað inn á eftir meiðslin en er líka að berjast við ótrúlega sterka leikmenn um spiltíma. Hún stendur sig gríðarlega vel og er líka að æfa í geggjuðu umhverfi þar sem hún lærir af frábærum miðjumönnum.“ Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Glódís er 26 ára gömul en spilar væntanlega sinn 95. A-landsleik á föstudag þegar Ísland mætir Tékklandi í afar þýðingarmiklum leik í undankeppni HM í fótbolta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Glódís einnig verið atvinnumaður í sex ár – fyrst í Svíþjóð og svo nú hjá Bayern eftir að hún var keypt frá Rosengård í júlí. Nú með tvo Svíþjóðarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla á ferilskránni ætlar Glódís sér að verða Þýskalandsmeistari með Bayern og þar á bæ er stefnan einnig sett á titil í Meistaradeild Evrópu. Liðið er einfaldlega eitt það albesta í heiminum í dag og Glódís er strax farin að láta til sín taka, jafnvel þrátt fyrir minni háttar áfall rétt eftir komuna til Bayern. Fyrstu meiðslin á viðkvæmum tímapunkti „Ég lenti í meiðslum strax á annarri æfingu hjá liðinu,“ segir Glódís sem hefur aldrei glímt við alvarleg meiðsli á sínum ferli: „Ég fékk högg á hnéð og því fylgdu smárifur, vökvasöfnun og eitthvað vesen. Ég missti því af öllu undirbúningstímabilinu. Við fórum á æfingamót í Bandaríkjunum og Frakklandi en ég mátti ekkert spila. Ég byrjaði ekki að æfa 100 prósent með liðinu fyrr en fjórum dögum áður en leiktíðin hófst [í lok ágúst] en ég var samt ótrúlega glöð með að ná því þó loksins. Ég hef aldrei glímt við meiðsli og það er ekkert gaman að koma inn í nýjan klúbb og geta ekki tekið þátt strax. Ég var á bekknum fyrstu tvo leikina en náði að koma inn á í þeim báðum og síðan þá hef ég fengið að byrja leikina. Þetta var því grýtt byrjun en það hefur gengið vel hjá mér síðan þá,“ segir Glódís. Glódís Perla kom til Bayern frá Rosengård í sumar eftir að hafa spilað gegn Bayern í Meistaradeildinni í vor.Getty/Matthias Balk Glódís hefur spilað alla sex deildarleiki Bayern til þessa og skorað tvö mörk en liðið er jafnt Leverkusen og Frankfurt á toppi deildarinnar og Wolfsburg og Hoffenheim eru skammt undan. Varnarmaður má aldrei slaka á í Þýskalandi „Núna fer ég inn í alla leiki og veit í raun ekki neitt því ég hef aldrei spilað á móti þessum liðum áður. Mér finnst það svolítið gaman. Þetta er ótrúlega sterk deild, eins og sást í síðustu umferð þegar við töpuðum á móti Frankfurt og Wolfsburg tapaði á móti Hoffenheim. Munurinn á þessari deild og þeirri sænsku er að það eru miklu fleiri, betri einstaklingar hérna. Það setur ákveðnar kröfur á mig sem varnarmann um að þurfa alltaf að vera upp á mitt besta. Andstæðingurinn þarf ekki nema eina skyndisókn til að skora því það er alltaf einhver ótrúlega góður leikmaður þar sem getur skorað. Við munum spila marga hörkuleiki, sem og í Meistaradeildinni, svo það eru tveir leikir í viku og við gætum alveg þurft að glíma við einhverja þreytu,“ segir Glódís sem leikið hefur báða leiki Bayern í Meistaradeildinni til þessa. Hún nýtur lífsins á nýjum slóðum í München: „Það er allt ótrúlega fagmannlegt hérna, algjörlega upp á tíu og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Þetta er klúbbur sem er með sigurhefð núna og það er ætlast til þess hjá öllum hjá félaginu að við vinnum alltaf. Það er bara gaman en því fylgir ákveðin pressa. Liðsheildin hjá Bayern er alveg geggjuð og það er eitthvað sem ég bjóst ekki endilega við. Það er mikið lagt upp úr að allir séu hluti af liðinu, og það leggja sig allir fram við að öllum líði vel og séu hluti af fjölskyldunni. Mér finnst það ótrúlega gaman og ég passa mjög vel inn í þá hugmyndafræði,“ segir Glódís. Glódís Perla Viggósdóttir skallar boltann í leik gegn Hoffenheim.Getty/Adam Pretty Nýtur þess að spila með Kumagai Glódís hefur spilað með hinni japönsku Saki Kumagai í miðri vörninni. Kumagai, sem er þrítug, lék með Lyon í átta ár og á til að mynda fimm Evrópumeistaratitla á ferilskránni. Hún er þó þekktari sem varnarsinnaður miðjumaður. „Hún er að upplagi miðjumaður en hefur staðið sig ótrúlega vel sem miðvörður. Við erum fimm að berjast um tvær miðvarðastöður en það hefur verið svolítið um meiðsli og hún endaði þarna. Hún er algjör snillingur, mjög gott að spila með henni og sambandið okkar á milli er mjög flott. Hún leiðbeinir mér og ég leiðbeini henni, og við náum að vinna mjög vel saman,“ segir Glódís og bætir við: „Þegar maður spilar með henni þá myndi manni aldrei detta í hug að hún upplifi sig eitthvað hærra skrifaðri en aðrar á vellinum. Aldrei nokkurn tímann. Mér finnst það frábær eiginleiki. Það fylgir því ró að spila með henni því hún er með svo ótrúlega mikla reynslu.“ Karólína stendur sig vel Annar liðsfélagi Glódísar er hin tvítuga Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hún hefur fengið minna að spila auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn, en Glódís segir ljóst að Karólína gæti vart verið á betri stað til að þróast sem leikmaður: „Hún hefur verið að koma eitthvað inn á eftir meiðslin en er líka að berjast við ótrúlega sterka leikmenn um spiltíma. Hún stendur sig gríðarlega vel og er líka að æfa í geggjuðu umhverfi þar sem hún lærir af frábærum miðjumönnum.“
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn