Tuttugu mánaða bið Ödu Hegerberg loks á enda: „Eins og lítill krakki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 15:01 Ada Hegerberg grét eftir fyrsta leikinn sinn í tuttugu mánuði. EPA-EFE/Adam Ihse Ada Hegerberg var fyrsta konan til að hljóta Gullhnöttinn eftirsótta en það hefur ekki verið mikið af fótbolta hjá norska framherjanum síðustu mánuði. Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg. Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg.
Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira